Erlent

Tíu ökumenn ákærðir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bílarnir gjöreyðilögðust í árekstrinum.
Bílarnir gjöreyðilögðust í árekstrinum. Mynd/Getty
Ákveðið hefur verið að ákæra tíu ökumenn lúxusbifreiða sem lentu í árekstri í desember 2011 fyrir glæfraakstur.

Alls voru það fjórtán bifreiðar sem lentu í árekstrinum í borginni Shimonoseki í Japan, en um var að ræða ökumenn á leið á sportbílasamkomu í Hírósíma.

Þar af voru átta Ferrari-bílar, þrír af tegundinni Mercedes-Benz og einn af Lamborghini sem gjöreyðilögðust í árekstrinum. Tjónið er talið hafa numið um 500 milljónum króna og var áreksturinn kallaður sá dýrasti í sögunni.

Enginn slasaðist þó alvarlega í árekstrinum, en ökuþórarnir, sem eru á aldrinum 38 til 61 árs, gætu þurft að punga út enn meiri peningum verði þeir sakfelldir. Eru þeir sagðir hafa ekið gáleysislega og langt yfir leyfilegum hámarkshraða.

Ökumennirnir eru sagðir hafa ekið gáleysislega og langt yfir leyfilegum hámarkshraða.Mynd/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×