Enski boltinn

Staða Björns og félaga slæm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í liði Úlfanna töpuðu 2-1 á útivelli gegn Charlton í 44. umferð Championship-deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Björn Bergmann spilaði allan leikinn með þeim appelsínugulu sem lentu undir snemma í síðari hálfleik. Írinn Kevin Doyle jafnaði metin skömmu síðar en Úlfarnir berjast fyrir lífi sínu í fallsætum Championship-deildarinnar.

Allt stefndi í jafntefli þegar Jon Obika skoraði sigurmark heimamanna. Björn Bergmann fékk gult spjald hjá Úlfunum í leiknum.

Wolves hefur 51 stig í 22. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.


Tengdar fréttir

Aron Einar og Heiðar deildarmeistarar

Cardiff tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í Championship-deildinni með 1-1 jafntefli gegn Burnley á Turf Moor. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×