Enski boltinn

Ríkustu Íslendingarnir halda með Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steven Gerrard fagnar hér marki Liverpool.
Steven Gerrard fagnar hér marki Liverpool. Mynd. / Getty Images
Samkvæmt Þjóðarpúlsi Capacent halda ríkustu Íslendingarnir með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta kemur fram í skoðunarkönnun sem Capacent lagði fyrir 1.422 Íslendinga en svarhlutfallið var um 60 prósent.

29 prósent af þeim sem hafa yfir eina milljón í mánaðarlaun halda með Liverpool.

Stuðningsmenn Samfylkingarinnar virðast flestir vera á bandi Liverpool eða 25 prósent og það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn en 24 prósent þeirra halda með Liverpool.

Fylgjendur Bjartrar Framtíðar eru aftur á móti hliðhollir Manchester United en 24 prósent þeirra styðja rauðu djöflana.

Hér má sjá könnun Capacent í heild sinni.


Tengdar fréttir

Manchester United vinsælasta liðið á Íslandi

Manchester United er vinsælasta enska knattspyrnuliðið á meðal Íslendinga samkvæmt könnun Þjóðarpúls Capacent. Úrtakið var 1.422 Íslendingar en svarhlutfallið var 60 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×