Enski boltinn

Þungu fargi létt af Van Persie | Myndband

Robin Van Persie gerði mark fyrir Manchester United úr víti í dag en hann hefur ekki verið að finna markaskóna að undanförnu. Leikmaðurinn fagnaði því gríðarlega eins og sjá má á myndabandinu sem fylgir fréttinni.

Það er orðið nokkuð síðan að leikmaður fagnaði víti á eins kröftugan hátt en leikirnir voru orðnir ansi margir síðan hann skoraði síðast. Reyndar tíu en þetta mark kom í ellefta leiknum.

Manchester United vann Stoke 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag og er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×