Enski boltinn

Miliband sagði sig úr stjórn Sunderland eftir ráðningu Di Canio

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Miliband
David Miliband Mynd. / Getty Images
David Miliband sagði í gær af sér sem stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland eftir að Paolo Di Canio hafði verið ráðinn til liðsins.

Miliband er þingmaður á breska þinginu og var á sínum tíma utanríkisráðherra.

Hann mun vera óánægður með ráðninguna á ítalska stjóranum en hann tilkynnti þetta á heimasíðu félagsins í gærkvöldi.

„Vegna pólitískra skoðana Di Canio verð ég að segja mig úr stjórn félagsins og draga mig í hlé," sagði Miliband en þessi skrautlegi Ítali sagði á sínum tíma í fjölmiðlum að hann væri fasisti.

Di Canio lét þessi orð falla þegar hann lék með Lazio á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×