Chelsea vann United í bikarnum og mætir City í undanúrslitum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2013 10:55 Mynd/NordicPhotos/Getty Chelsea lagði Manchester United í 8-liða úrslitum enska bikarsins, 1-0, á Stamford Bridge en þetta var annar leikur liðanna í keppninni. Fyrri leikurinn fór 2-2 á Old Trafford og því þurfti annan leik til að skera úr um sigurvegara. Leikurinn hófst heldur rólega og var staðan 0-0 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiksins náðu heimamenn að skora eina mark leiksins en þar var að verki framherjinn Demba Ba. Hann fékk frábæra stungusendingu inn í vítateig Manchester United frá samherja sínum Juan Mata og skaut boltanum viðstöðulaust í netið, alveg óverjandi fyrir David de Gea í marki Manchester United. Gestirnir í United reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í síðari hálfleikinn en allt kom fyrir ekki og því mun Chelsea mæta Manchester City í undanúrslitum keppninnar.Chelsea 0-0 Manchester United, 8 liða úrslit enska bikarsins: Leik lokið: Chelsea vinnur hér frábæran sigur 1-0 og er komið í undanúrslit keppninnar. Chelsea mætir þar Manchester City. 88. mínúta - Robin van Persie í algjöru dauðafæri en skot hans hátt yfir. Frábær sending frá Ashley Young inn í teig Chelsea en illa farið með gott færi. 82. mínúta- Ekki mikið að gerast í leiknum þessa stundina. Leikmenn Manchester United reyna hvað þeir geta að jafna metin en ná ekki að skapa sér færi. 68. mínúta - Eden Hazard, leikmaður Chelsea, sleppur hér einn í gegn en skot hans rétt framhjá. United-menn virkilega heppnir að vera ekki 2-0 undir. 61. mínúta - Javier Hernández átti hér frábæran skalla á mark Chelsea en Petr Cech náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja boltann yfir markið. Robin van Persie er nýkominn inná í liði United og spurning hvort hann hressi uppá sóknarleikinn. 49. mínúta - Frábært mark frá heimamönnum en Juan Mata átti magnaða sendingu inn fyrir vítateig Manchester United og Demba Ba stýrði boltanum viðstöðulaust í netið, alveg óverjandi fyrir David de Gea í marki United.Hálfleikur, 0-0 - Fyrri hálfleikurinn hefur ekki verið nein fótboltveisla enda virka bæði liðin þreytuleg. Það lifnaði þó aðeins yfir leiknum á síðustu tíu mínútum seinni hálfleiks en nú er bara að vona að stjórunum takist að kveikja í sínum mönnum í hálfleik og að við fáum skemmtilegri seinni hálfleik.43. mínúta - Nani er við það að sleppa í færi í teignum en fellur eftir viðskipti við Ryan Bertrand. Phil Dowd dæmir ekkert enda var þetta ekki mikil snerting.41. mínúta - Javier Hernández reynir að því virðist hættulítið skot af löngu færi en það er skrýtinn snúningur á skotinu. Petr Cech lendir í vandræðum í marki Chelsea en nær að bjarga með fótunum.39. mínúta - Nú er aðeins að lifna yfir leiknum enda kominn tími til. Eden Hazard er strax kominn í færi hinum megin en skot hans er yfir.38. mínúta - Nani nær góðu skoti af löngu færi sem fer rétt framhjá stönginni. Nani hefur verið meira áberandi síðustu mínútur.33. mínúta - Demba Ba kemst aftur í fær en að þessu sinni komst Chris Smalling fyrir skotið. Góður kafli hjá Chelsea-mönnum sem voru hálfsofandi mínúturnar á undan.31. mínúta - Demba Ba nær fyrsta alvöru skotinu eftir hraða sókn og sendingu frá Eden Hazard en David De Gea varði vel í horn. Ekkert verður úr horninu.27. mínúta - Manchester United er komið með ágæt tök á leiknum en fyrsta alvöru færi leiksins lætur enn bíða eftir sér. Javier Hernández var kominn inn í teig með boltann en rann áður en hann náði skotinu.22. mínúta - Manchester United nær lofandi skyndisókn en Nani er alltof seinn að spila boltanum á galopinn Javier Hernandez og varnarmenn Chelsea komast fyrir sendinguna. Ashley Cole, bakvörður Chelsea, er tognaður aftan í læri og verður að yfirgefa völlinn. Ryan Bertrand kemur inn fyrir hann.16. mínúta - Leikurinn er í jafnvægi og það er lítið um færi. Manchester United er þó komið inn í leikinn og farið að halda boltanum betur en í upphafi leiksins. Það er ekki einu sinni komið horn í leiknum.8. mínúta - Það er púað kröftuglega í hvert skipti sem Rio Ferdinand fær boltann en stuðningsmenn gestanna hafa svarað þessu með því að púa á Ashley Cole, leikmann Chelsea.4. mínúta - Chelsea byrjar leikinn mun betur og gestirnir frá Manchester United eru í smá vandræðum á upphafsmínútunum. Phil Jones er inn á miðjunni en Antonio Valencia er í stöðu hægri bakvarðar.1. mínúta - Leikurinn er hafinn. Stjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benitez heilsuðust fyrir leikinn en það þykir fréttnæmt.Byrjunarlið Chelsea: Petr Cech, César Azpilicueta, Branislav Ivanovic, David Luiz, Ashley Cole, John Obi Mikel, Ramires, Eden Hazard, Juan Manuel Mata, Oscar, Demba Ba. Varamenn: Turnbull, Lampard, Torres, Moses, Terry, Benayoun, Bertrand.Byrjunarlið Man Utd: David De Gea, Phil Jones, Chris Smalling, Rio Ferdinand, Patrice Evra, Antonio Valencia, Michael Carrick, Tom Cleverley, Nani, Javier Hernandez, Danny Welbeck. Varamenn: Lindegaard, Giggs, Young, van Persie, Powell, Kagawa, Vermijl.Dómarinn: Phil Dowd.Fyrir leik: Opta Joe greinir frá því á twitter að ef vítaspyrnukeppnir eru ekki taldar með þá hefur Chelsea ekki tapað bikarleik á Stamford Bridge síðan í mars 2003. Þetta eru orðnir 24 leikir í röð án taps (20 sigrar og 4 jafntefli).Fyrir leik: Chelsea og Manchester United hafa mæst þrisvar sinnum í vetur, í deild, bikar og deildarbikar. United vann deildarleikinn 3-2, Chelsea vann deildarbikarleikinn 5-4 en liðin gerðu síðan 2-2 jafntefli í bikarnum. Markatalan í þessum þremur leikjum er 9-9 og það hafa verið skoruð 6 mörk að meðaltali í þeim.Fyrir leik: Javier Hernandez, Chicharito, er búinn að skora fyrir Manchester United í öllum þremur leikjum liðanna í vetur þar á meðal sigurmarkið í 3-2 sigri á Stamford Bridge í deildinni. Ramires hefur líka skorað fyrir Chelsea í öllum þessum leikjum þar á meðal jöfnunarmarkið í bikarleiknum á Old Trafford. Javier Hernandez hefur skorað í sex af síðustu sjö leikjum Manchester United á móti Chelsea.Fyrir leik: Wayne Rooney er lítillega meiddur aftan í læri og verður þess vegna ekki með í dag. Sir Alex Ferguson segir að Rooney verði orðinn klár fyrir Manchester-slaginn á mánudaginn kemur.Fyrir leik: Rio Ferdinand kemur aftur inn í byrjunarlið Manchester United en Wayne Rooney er ekki einu sinni í leikmannahópnum. Javier Hernandez og Danny Welbeck byrja saman í framlínunni.Fyrir leik: Eden Hazard, Juan Mata og Oscar eru allir í byrjunarliðinu og spila fyrir aftan Demba Ba. Frank Lampard, Fernando Torres og John Terry eru allir á varamannabekknum í dag.Fyrir leik: Javier Hernández og Wayne Rooney komu Manchester United í 2-0 á fyrstu 11 mínútunum á Old Trafford en Edin Hazard og Ramires skoruðu báðir í seinni hálfleiknum og tryggðu Chelsea annan leik.Fyrir leik: Bæði liðin voru að spila í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en United fékk aðeins meiri hvíld. Manchester United vann þa´1-0 sigur á Sunderland en Chelsea tapaði 1-2 fyrir Southampton.Fyrir leik: Chelsea-menn eru ríkjandi bikarmeistarar og Chelsea hefur unnið enska bikarinn fjórum sinnum síðan að Manchester United vann hann síðast árið 2004. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Chelsea lagði Manchester United í 8-liða úrslitum enska bikarsins, 1-0, á Stamford Bridge en þetta var annar leikur liðanna í keppninni. Fyrri leikurinn fór 2-2 á Old Trafford og því þurfti annan leik til að skera úr um sigurvegara. Leikurinn hófst heldur rólega og var staðan 0-0 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiksins náðu heimamenn að skora eina mark leiksins en þar var að verki framherjinn Demba Ba. Hann fékk frábæra stungusendingu inn í vítateig Manchester United frá samherja sínum Juan Mata og skaut boltanum viðstöðulaust í netið, alveg óverjandi fyrir David de Gea í marki Manchester United. Gestirnir í United reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í síðari hálfleikinn en allt kom fyrir ekki og því mun Chelsea mæta Manchester City í undanúrslitum keppninnar.Chelsea 0-0 Manchester United, 8 liða úrslit enska bikarsins: Leik lokið: Chelsea vinnur hér frábæran sigur 1-0 og er komið í undanúrslit keppninnar. Chelsea mætir þar Manchester City. 88. mínúta - Robin van Persie í algjöru dauðafæri en skot hans hátt yfir. Frábær sending frá Ashley Young inn í teig Chelsea en illa farið með gott færi. 82. mínúta- Ekki mikið að gerast í leiknum þessa stundina. Leikmenn Manchester United reyna hvað þeir geta að jafna metin en ná ekki að skapa sér færi. 68. mínúta - Eden Hazard, leikmaður Chelsea, sleppur hér einn í gegn en skot hans rétt framhjá. United-menn virkilega heppnir að vera ekki 2-0 undir. 61. mínúta - Javier Hernández átti hér frábæran skalla á mark Chelsea en Petr Cech náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja boltann yfir markið. Robin van Persie er nýkominn inná í liði United og spurning hvort hann hressi uppá sóknarleikinn. 49. mínúta - Frábært mark frá heimamönnum en Juan Mata átti magnaða sendingu inn fyrir vítateig Manchester United og Demba Ba stýrði boltanum viðstöðulaust í netið, alveg óverjandi fyrir David de Gea í marki United.Hálfleikur, 0-0 - Fyrri hálfleikurinn hefur ekki verið nein fótboltveisla enda virka bæði liðin þreytuleg. Það lifnaði þó aðeins yfir leiknum á síðustu tíu mínútum seinni hálfleiks en nú er bara að vona að stjórunum takist að kveikja í sínum mönnum í hálfleik og að við fáum skemmtilegri seinni hálfleik.43. mínúta - Nani er við það að sleppa í færi í teignum en fellur eftir viðskipti við Ryan Bertrand. Phil Dowd dæmir ekkert enda var þetta ekki mikil snerting.41. mínúta - Javier Hernández reynir að því virðist hættulítið skot af löngu færi en það er skrýtinn snúningur á skotinu. Petr Cech lendir í vandræðum í marki Chelsea en nær að bjarga með fótunum.39. mínúta - Nú er aðeins að lifna yfir leiknum enda kominn tími til. Eden Hazard er strax kominn í færi hinum megin en skot hans er yfir.38. mínúta - Nani nær góðu skoti af löngu færi sem fer rétt framhjá stönginni. Nani hefur verið meira áberandi síðustu mínútur.33. mínúta - Demba Ba kemst aftur í fær en að þessu sinni komst Chris Smalling fyrir skotið. Góður kafli hjá Chelsea-mönnum sem voru hálfsofandi mínúturnar á undan.31. mínúta - Demba Ba nær fyrsta alvöru skotinu eftir hraða sókn og sendingu frá Eden Hazard en David De Gea varði vel í horn. Ekkert verður úr horninu.27. mínúta - Manchester United er komið með ágæt tök á leiknum en fyrsta alvöru færi leiksins lætur enn bíða eftir sér. Javier Hernández var kominn inn í teig með boltann en rann áður en hann náði skotinu.22. mínúta - Manchester United nær lofandi skyndisókn en Nani er alltof seinn að spila boltanum á galopinn Javier Hernandez og varnarmenn Chelsea komast fyrir sendinguna. Ashley Cole, bakvörður Chelsea, er tognaður aftan í læri og verður að yfirgefa völlinn. Ryan Bertrand kemur inn fyrir hann.16. mínúta - Leikurinn er í jafnvægi og það er lítið um færi. Manchester United er þó komið inn í leikinn og farið að halda boltanum betur en í upphafi leiksins. Það er ekki einu sinni komið horn í leiknum.8. mínúta - Það er púað kröftuglega í hvert skipti sem Rio Ferdinand fær boltann en stuðningsmenn gestanna hafa svarað þessu með því að púa á Ashley Cole, leikmann Chelsea.4. mínúta - Chelsea byrjar leikinn mun betur og gestirnir frá Manchester United eru í smá vandræðum á upphafsmínútunum. Phil Jones er inn á miðjunni en Antonio Valencia er í stöðu hægri bakvarðar.1. mínúta - Leikurinn er hafinn. Stjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benitez heilsuðust fyrir leikinn en það þykir fréttnæmt.Byrjunarlið Chelsea: Petr Cech, César Azpilicueta, Branislav Ivanovic, David Luiz, Ashley Cole, John Obi Mikel, Ramires, Eden Hazard, Juan Manuel Mata, Oscar, Demba Ba. Varamenn: Turnbull, Lampard, Torres, Moses, Terry, Benayoun, Bertrand.Byrjunarlið Man Utd: David De Gea, Phil Jones, Chris Smalling, Rio Ferdinand, Patrice Evra, Antonio Valencia, Michael Carrick, Tom Cleverley, Nani, Javier Hernandez, Danny Welbeck. Varamenn: Lindegaard, Giggs, Young, van Persie, Powell, Kagawa, Vermijl.Dómarinn: Phil Dowd.Fyrir leik: Opta Joe greinir frá því á twitter að ef vítaspyrnukeppnir eru ekki taldar með þá hefur Chelsea ekki tapað bikarleik á Stamford Bridge síðan í mars 2003. Þetta eru orðnir 24 leikir í röð án taps (20 sigrar og 4 jafntefli).Fyrir leik: Chelsea og Manchester United hafa mæst þrisvar sinnum í vetur, í deild, bikar og deildarbikar. United vann deildarleikinn 3-2, Chelsea vann deildarbikarleikinn 5-4 en liðin gerðu síðan 2-2 jafntefli í bikarnum. Markatalan í þessum þremur leikjum er 9-9 og það hafa verið skoruð 6 mörk að meðaltali í þeim.Fyrir leik: Javier Hernandez, Chicharito, er búinn að skora fyrir Manchester United í öllum þremur leikjum liðanna í vetur þar á meðal sigurmarkið í 3-2 sigri á Stamford Bridge í deildinni. Ramires hefur líka skorað fyrir Chelsea í öllum þessum leikjum þar á meðal jöfnunarmarkið í bikarleiknum á Old Trafford. Javier Hernandez hefur skorað í sex af síðustu sjö leikjum Manchester United á móti Chelsea.Fyrir leik: Wayne Rooney er lítillega meiddur aftan í læri og verður þess vegna ekki með í dag. Sir Alex Ferguson segir að Rooney verði orðinn klár fyrir Manchester-slaginn á mánudaginn kemur.Fyrir leik: Rio Ferdinand kemur aftur inn í byrjunarlið Manchester United en Wayne Rooney er ekki einu sinni í leikmannahópnum. Javier Hernandez og Danny Welbeck byrja saman í framlínunni.Fyrir leik: Eden Hazard, Juan Mata og Oscar eru allir í byrjunarliðinu og spila fyrir aftan Demba Ba. Frank Lampard, Fernando Torres og John Terry eru allir á varamannabekknum í dag.Fyrir leik: Javier Hernández og Wayne Rooney komu Manchester United í 2-0 á fyrstu 11 mínútunum á Old Trafford en Edin Hazard og Ramires skoruðu báðir í seinni hálfleiknum og tryggðu Chelsea annan leik.Fyrir leik: Bæði liðin voru að spila í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en United fékk aðeins meiri hvíld. Manchester United vann þa´1-0 sigur á Sunderland en Chelsea tapaði 1-2 fyrir Southampton.Fyrir leik: Chelsea-menn eru ríkjandi bikarmeistarar og Chelsea hefur unnið enska bikarinn fjórum sinnum síðan að Manchester United vann hann síðast árið 2004.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn