Enski boltinn

Bale: Mikilvægt að komast aftur á sigurbraut

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Tottenham Hotspurs, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins um helgina og að þeir séu á ný komnir á sigurbraut.

Tottenham vann fínan sigur á Swansea, 2-1, og komst upp í þriðja sæti deildarinnar eftir að Chelsea missteig sig gegn Southampton.

„Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur. Við höfðum tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum og það varð að stöðva þá þróun."

„Við erum enn að stefna að okkar markmiðum og eins og staðan er núna erum við að standast prófið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×