Enski boltinn

Manchester United vinsælasta liðið á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manchester United er vinsælasta liðið á Íslandi
Manchester United er vinsælasta liðið á Íslandi Mynd. Getty Images.
Manchester United er vinsælasta enska knattspyrnuliðið á meðal Íslendinga samkvæmt könnun Þjóðarpúls Capacent. Úrtakið var 1.422 Íslendingar en svarhlutfallið var 60 prósent.

Samkvæmt könnuninni halda 19 prósent Íslendinga með Manchester United en Liverpool er næstvinsælasta liðið. 17 prósent Íslendinga halda með Liverpool.  

Arsenal er þriðja vinsælasta liðið á landinu en 7,6 prósent styðja Skytturnar. 46,2 prósent svarenda héldu ekki með neinu sérstöku liðið í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United og Liverpool eru sigursælustu lið sögunnar á Englandi. United hefur hampað enska meistaratitlinum 19 sinnum en Liverpool 18 sinnum.

Hér má sjá niðurstöður Capacent í heild sinni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×