Enski boltinn

Þú getur ekki spilað golf alla daga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Harry Redknapp viðurkenndi eftir 2-0 tap QPR gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag að möguleiki liðsins á að halda sér uppi væri lítill sem enginn.

Redknapp lýsti því yfir fyrir leikinn að QPR þyrfti að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og gera jafntefli í þeim fimmta. Eftir tapið í dag gat hann ekki leynt vonbrigðum sínum.

„Draumurinn er í molum. Við verðum að reyna hvað við getum að vinna leiki. Það er það eina sem hægt er að einbeita sér að eins og staðan er,“ sagði Redknapp í viðtali eftir leikinn.

Aðspurður hvort hann sæi eftir því að hafa tekið starfið að sér sagði Redknapp:

„Nei, alls ekki. Þetta er erfit en lífið er ekki alltaf skemmtilegt. Á ég að spila golf á hverjum degi? Ég get ekki spilað golf oftar en einu sinni til tvisvar í viku.“

Redknapp segist vera tilbúinn að fara með QPR í Championship-deildina og koma þeim upp.

„Klárlega. Ef maður fær tækifæri til að byggja sitt eigið lið þá tek ég því. Ég væri til í að setja saman lið sem ætti möguleika á að komast upp.“


Tengdar fréttir

Di Canio heldur áfram að fagna | Úrslit dagsins

Sunderland vann góðan sigur á Everton og Stoke gerði stöðu QPR vonlausa með sigri á Loftus Road. Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×