Enski boltinn

Hélt að Van Persie myndi drepa mig

Persie er hér í fanginu á Ferguson.
Persie er hér í fanginu á Ferguson.
Eftir tíu leiki í röð án marks kom loksins að því að Hollendingurinn Robin van Persie skoraði fyrir Man. Utd á nýjan leik.

Hann skoraði þá úr vítaspyrnu gegn Stoke og fagnaði markinu hreint ógurlega. Meðal annars með því að stökkva í fang stjórans, Sir Alex Ferguson.

"Hann var næstum því búinn að drepa mig. Hann var greinilega búinn að gleyma því að ég er 71 árs gamall," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.

"Þetta var frábært fagn sem sameinaði leikmennina og stuðningsmennina. Við virkilega fögnuðum með honum og glöddumst."

Van Persie skoraði 23 mörk í fyrstu 31 leikjum sínum með Man. Utd áður en hann snöggkólnaði.




Tengdar fréttir

Þungu fargi létt af Van Persie | Myndband

Robin Van Persie gerði mark fyrir Manchester United úr víti í dag en hann hefur ekki verið að finna markaskóna að undanförnu. Leikmaðurinn fagnaði því gríðarlega eins og sjá má á myndabandinu sem fylgir fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×