Enski boltinn

Sunderland valtaði yfir Newcastle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Sunderland vann frábæran sigur á Newcastle, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á St. James' Park í Newcastle.

Paolo Di Canio tók við liðinu á dögunum og byrjar nokkuð vel með liðið. Fyrsta mark leiksins kom eftir rúmlega 25 mínútna leik þegar Stéphane Sessègnon skoraði laglegt mark.

Staðan var 1-0 fyrir Sunderland og útlitið fínt fyrir þá í þessum nágrannaslag. Í upphafi síðari hálfleiksins gerði Papiss Cisse, leikmaður Newcastle, mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en dómurinn var rangur og markið hefði átt að standa.

Fimmtán mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Adam Johnson frábært mark fyrir Sunderland og kom þeim í 2-0. David Vaughan skoraði síðan þriðja mark gestanna um tíu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigur Sunderland. Di Canio var skrautlegur á hliðarlínunni og fagnaði hverju marki eins og hann hefði orðið heimsmeistari.

Hann er greinilega að hafa góð áhrif á liðið. Sunderland er í 15. sæti eftir sigurinn með 34 stig. en Newcastle í því 13. með 36 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×