Enski boltinn

Man. City lagði Chelsea og komst í úrslit

Nasri skorar hér fyrra mark City í leiknum.
Nasri skorar hér fyrra mark City í leiknum.
Man. City tryggði sér í dag sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar með sigri, 2-1, á Chelsea en liðin mættust á Wembley-leikvanginum í London.

Það var Samir Nasri sem kom sínum mönnum yfir á 35. mínútu eftir laglegan undirbúning Yaya Toure. Uppreist æru hjá Nasri sem hefur ekki þótt standa undir væntingum í vetur.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en það var lítið liðið af síðari hálfleik er Sergio Aguero kom City í 2-0. Þá skoraði hann frábært skallamark eftir sendingu Gareth Barry.

Chelsea sótti í kjölfarið og uppskar mark 25 mínútum fyrir leikslok. Frábært mark hjá Demba Ba. Chelsea fékk færi til þess að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

Man. City mun mæta Wigan í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×