Enski boltinn

Ferguson: Finnst ykkur þetta trúverðugt?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex Ferguson
Alex Ferguson Mynd / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, mun að hans sögn ekki taka þátt í kapphlaupinu um  Radamel Falcao frá Atletico Madrid en leikmaðurinn hefur verið orðaður við liðið undanfarna viku.

Verðmiðinn á leikmanninum er 48 milljónum punda og telur sá skoski það vera allt of há upphæð.  Leikmaðurinn hefur ákveðna klásúlu í sínum samningi við Madrid að hann geti yfirgefið félagið fyrir þá upphæð.

Talað var um í fjölmiðlum í síðustu viku að Ferguson væri reiðubúinn að láta Javier Hernandez í skiptum fyrir Falcao og greiða síðan dágóða summu að auki.

„Trúið þið þessu í alvörunni?,“ sagði Alex Ferguson, við blaðamenn ytra um helgina.

„Blaðamenn koma mér sífellt á óvart og mér finnst þessi umræða fáránleg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×