Erlent

Mark Zuckerberg: Yfirvöld hafa ekki aðgang að vefþjónum okkar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mark Zuckerberg
Mark Zuckerberg mynd/getty

Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook, segir fyrirtækið aldrei hafa veitt bandarískum yfirvöldum aðgang að vefþjónum sínum og muni aldrei gera. Þetta skrifaði hann á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld.

„Við höfum aldrei fengið beiðni eða úrskurð um slíkt og ef það gerðist myndum við berjast gegn því af hörku. Við höfðum ekki einu sinni heyrt um PRISM-áætlunina fyrr en í gær.“

PRISM-áætlunin er runnin undan rifjum Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA), og hefur breska dagblaðið Guardian sagt áætlunina veita stofnuninni aðgengi að upplýsingum um notendur vefsíða á borð við Facebook, Google, Skype og Youtube.

„Við hjá Facebook förum vandlega yfir hverja einustu beiðni frá yfirvöldum um gögn til þess að fullvissa okkur um að þær lúti lögum og reglum, og við veitum aðeins upplýsingar ef lög krefjast þess. VIð munum halda áfram að berjast fyrir því að upplýsingar notenda séu öruggar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×