Innistæðulaus loforð fjórum dögum fyrir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2013 18:52 Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira