Innistæðulaus loforð fjórum dögum fyrir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2013 18:52 Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira