Enski boltinn

Brentford hélt jöfnu gegn Chelsea

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Turnbull brýtur á Adeyemi inni í teig.
Turnbull brýtur á Adeyemi inni í teig. Mynd: Nordic Photos/Getty
Chelsea þarf að mæta Brentford aftur í fjórðu umferð enska bikarkeppninnar í fótbolta eftir að liðin skildu jöfn 2-2 á Griffin Park heimavelli Brentford.

Brentford sem er í þriðja efsta sæti C-deildar komst yfir í tvígang. Fyrst skoraði Ítalinn Marcello Trotta þremur mínútum fyrir hálfleik en Brentford var 1-0 yfir í hálfleik.

Juan Mata kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Þjóðverjann Marko Marin og pressuðu leikmenn Chelsea stíft þangað til Oscar jafnaði metinn á tíundu mínútu seinni hálfleiks.

Brentford komst yfir á ný á 73. mínútu. Harry Forrester var þar að verki úr vítaspyrnu.

Fernando Torres jafnaði metin á 83. mínútu með glæsilegu skoti og þar við sat þrátt fyrir þunga sókn gestanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×