Enski boltinn

Oldham skellti Liverpool

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Oldham sem er í 19. sæti ensku c-deildarinnar í fótbolta gerði sér lítið fyrir og vann úrvalsdeildarliði Liverpool 3-2 í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Oldham fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Matt Smith skoraði strax á 2. mínútu. Luis Suarez jafnaði metin á 17. mínútu en rétt fyrir hálfleik skoraði Smith aftur og Oldham því 2-1 yfir í hálfleik.

Það voru aðeins þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Reece Wabara kom Oldham í 3-1.

Liverpool sótti án afláts og náði Joe Allen að minnka muninn á 80. mínútu. Þrátt fyrir þunga sókn Liverpool náði stórliðið ekki að jafna og Oldham því komið í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×