Loka ekki Deildu fyrr en eftir tilmæli frá yfirvöldum 10. ágúst 2013 10:00 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Virkasta aðferðin til að hindra dreifingu á hugverki Íslendinga hratt og vel er ef fjarskiptafyrirtækin myndu loka fyrir aðgengi að síðum eins og Deildu.net. Málið er þungt fyrir yfirvöld ef forsprakkar slíkra síðna flýja land með starfsemina,“ segir Tómas Þorvaldsson, lögmaður Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Í vikunni tóku eigendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net þá ákvörðun að byrja að deila íslensku myndefni, en það hefur ekki verið leyfilegt á síðunni áður. Í kjölfarið hafa þúsundir manna sótt íslenskt efni á netinu, án leyfis, en talið er að það geti haft veruleg áhrif á íslenskan kvikmyndaiðnað. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu en málið hefur ekki enn verið leyst. „Það er skýrt brot á lögum að deila efni sem höfundar hafa ekki gefið leyfi til og það er því miður allt of oft í íslensku þjóðfélagi að yfirvöld aðhafast ekki í málum þó að um augljóst lögbrot sé að ræða,“ segir Tómas en bendir þó á að málið sé erfitt. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir yfirvöld að leita uppi forsprakka síðunnar.“ Tómas bendir á að fjarskiptafyrirtækin geti sýnt ábyrgð í verki og lokað fyrir aðgengi notenda á Deildu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að fyrirtækið geti ekki tekið slíka ákvörðun nema fullvíst sé að það standist lög. „Það er nauðsynlegt að yfirvöld taki af skarið í þessu máli og við hjá Símanum höfum þegar óskað eftir því,“ segir Gunnhildur og bætir við að ef lagaramminn væri skýr væri ekkert því til fyrirstöðu að verða við beiðni rétthafa. „Þegar Síminn lokaði aðgangi að síðunni Slembing í kjölfar beiðni frá lögreglu og barnayfirvöldum var sú ákvörðun kærð.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að fyrirtækið geti ekki aðhafst í málinu án þess að fá skýra skipun frá yfirvöldum. „Vodafone þekkir ekki fordæmi þess að fjarskiptafyrirtæki nokkurs staðar í heiminum ákveði upp á sitt einsdæmi að loka fyrir síður án skýrra lagaheimilda eða úrskurða frá eftirlitsstofnun eða dómstóli.“ Tómasi þykir ummæli fjarskiptafyrirtækjanna ekki standast yfirlýsingar þeirra í viðskiptasáttmálum. „Þar stendur beinlínis að þau áskilji sér rétt til að loka aðgengi og stöðva umferð efnis sem ekki stenst lög og reglur.“ Hann segir að vefsíður á borð við Deildu hafi mjög skaðleg áhrif á skapandi greinar og að tjónið nemi tæplega tveimur milljörðum á ársgrundvelli. „Það er meðal annars vegna sinnuleysis stjórnvalda.“ Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
„Virkasta aðferðin til að hindra dreifingu á hugverki Íslendinga hratt og vel er ef fjarskiptafyrirtækin myndu loka fyrir aðgengi að síðum eins og Deildu.net. Málið er þungt fyrir yfirvöld ef forsprakkar slíkra síðna flýja land með starfsemina,“ segir Tómas Þorvaldsson, lögmaður Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Í vikunni tóku eigendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net þá ákvörðun að byrja að deila íslensku myndefni, en það hefur ekki verið leyfilegt á síðunni áður. Í kjölfarið hafa þúsundir manna sótt íslenskt efni á netinu, án leyfis, en talið er að það geti haft veruleg áhrif á íslenskan kvikmyndaiðnað. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu en málið hefur ekki enn verið leyst. „Það er skýrt brot á lögum að deila efni sem höfundar hafa ekki gefið leyfi til og það er því miður allt of oft í íslensku þjóðfélagi að yfirvöld aðhafast ekki í málum þó að um augljóst lögbrot sé að ræða,“ segir Tómas en bendir þó á að málið sé erfitt. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir yfirvöld að leita uppi forsprakka síðunnar.“ Tómas bendir á að fjarskiptafyrirtækin geti sýnt ábyrgð í verki og lokað fyrir aðgengi notenda á Deildu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að fyrirtækið geti ekki tekið slíka ákvörðun nema fullvíst sé að það standist lög. „Það er nauðsynlegt að yfirvöld taki af skarið í þessu máli og við hjá Símanum höfum þegar óskað eftir því,“ segir Gunnhildur og bætir við að ef lagaramminn væri skýr væri ekkert því til fyrirstöðu að verða við beiðni rétthafa. „Þegar Síminn lokaði aðgangi að síðunni Slembing í kjölfar beiðni frá lögreglu og barnayfirvöldum var sú ákvörðun kærð.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að fyrirtækið geti ekki aðhafst í málinu án þess að fá skýra skipun frá yfirvöldum. „Vodafone þekkir ekki fordæmi þess að fjarskiptafyrirtæki nokkurs staðar í heiminum ákveði upp á sitt einsdæmi að loka fyrir síður án skýrra lagaheimilda eða úrskurða frá eftirlitsstofnun eða dómstóli.“ Tómasi þykir ummæli fjarskiptafyrirtækjanna ekki standast yfirlýsingar þeirra í viðskiptasáttmálum. „Þar stendur beinlínis að þau áskilji sér rétt til að loka aðgengi og stöðva umferð efnis sem ekki stenst lög og reglur.“ Hann segir að vefsíður á borð við Deildu hafi mjög skaðleg áhrif á skapandi greinar og að tjónið nemi tæplega tveimur milljörðum á ársgrundvelli. „Það er meðal annars vegna sinnuleysis stjórnvalda.“
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira