Segir framkvæmdir við Hofsvallagötu ekki auka öryggi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. ágúst 2013 19:26 Framkvæmdir á Hofsvallagötu eru ekki til þess fallnar að auka öryggi vegfarenda. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kaupmaður í Melabúðinni tekur undir með honum og segir marga viðskiptavini sína uggandi yfir áformunum. Markmið framkvæmdanna við Hofsvallagötu er að hægja á umferð með þrengingu götunnar og auka þannig öryggi vegfarenda og hjólreiðamanna, ásamt því að lífga aðeins upp á þessa fjölförnu götu. Hugmyndirnar eru nýstárlegar en hér er meðal annars gert ráð fyrir litlum rýmum við götuna sem afmörkuð eru með fánastöngum og blómakerum. Það ber þó að taka fram að þessar hugmyndir eru ekki hugsaðar til langs tíma. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ósáttur með þessar framkvæmdir. Hann fullyrðir að umferðin muni leita annað. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að umferð sem fer um Hofsvallagötu í dag muni leita inn í hverfið, eins og við höfum reynslu af. Þannig gæti umferðin farið að leita inn á Birkimel og Neshaga, þar sem Melaskóli er. Eða þá Ægissíðu þar sem finna má leikskóla. Þannig að þetta er frekar til þess fallið að auka hættuna í Vesturbænum, frekar en að draga úr henni.“ Þá segir Júlíus að lítið hafi farið fyrir málinu í Borgarráði og betra hefði verið að kynna málið betur fyrir fulltrúum borgarinnar og íbúum. Áætlaður heildarkostnaður við Hofsvallagötu er tuttugu milljónir. Framkvæmdir af svipuðum toga eru ýmist á teikniborðinu eða hafnar á Snorrabraut og í Borgartúni og hleypur kostnaðurinn á tugum milljóna. „Hér er gengið langt í að þrengja að umferðinni, í þeim misskilda tilgangi að þar með komi ökumenn til þess að hætta að nota bílinn. Það mun auðvitað ekki gerast með því að þrengja eina götu,“ segir Júlíus. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um framkvæmdirnar við Hofsvallagötu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni segir íbúa á svæðinu skiptast í tvo hópa. „Það eru margir ánægðir og margir óánægðir,“ segir Pétur. „Hér eru útskot þar sem börn geta verið að leik og um leið skapast ákveðin hætta.“ „Sjálfur furða ég mig á því að borgin hafi ekki byrjað á því setja niður blómaker. Það er að koma vetur og hjólreiðamenn fara að hætta að vera hérna.“ Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Framkvæmdir á Hofsvallagötu eru ekki til þess fallnar að auka öryggi vegfarenda. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kaupmaður í Melabúðinni tekur undir með honum og segir marga viðskiptavini sína uggandi yfir áformunum. Markmið framkvæmdanna við Hofsvallagötu er að hægja á umferð með þrengingu götunnar og auka þannig öryggi vegfarenda og hjólreiðamanna, ásamt því að lífga aðeins upp á þessa fjölförnu götu. Hugmyndirnar eru nýstárlegar en hér er meðal annars gert ráð fyrir litlum rýmum við götuna sem afmörkuð eru með fánastöngum og blómakerum. Það ber þó að taka fram að þessar hugmyndir eru ekki hugsaðar til langs tíma. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ósáttur með þessar framkvæmdir. Hann fullyrðir að umferðin muni leita annað. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að umferð sem fer um Hofsvallagötu í dag muni leita inn í hverfið, eins og við höfum reynslu af. Þannig gæti umferðin farið að leita inn á Birkimel og Neshaga, þar sem Melaskóli er. Eða þá Ægissíðu þar sem finna má leikskóla. Þannig að þetta er frekar til þess fallið að auka hættuna í Vesturbænum, frekar en að draga úr henni.“ Þá segir Júlíus að lítið hafi farið fyrir málinu í Borgarráði og betra hefði verið að kynna málið betur fyrir fulltrúum borgarinnar og íbúum. Áætlaður heildarkostnaður við Hofsvallagötu er tuttugu milljónir. Framkvæmdir af svipuðum toga eru ýmist á teikniborðinu eða hafnar á Snorrabraut og í Borgartúni og hleypur kostnaðurinn á tugum milljóna. „Hér er gengið langt í að þrengja að umferðinni, í þeim misskilda tilgangi að þar með komi ökumenn til þess að hætta að nota bílinn. Það mun auðvitað ekki gerast með því að þrengja eina götu,“ segir Júlíus. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um framkvæmdirnar við Hofsvallagötu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni segir íbúa á svæðinu skiptast í tvo hópa. „Það eru margir ánægðir og margir óánægðir,“ segir Pétur. „Hér eru útskot þar sem börn geta verið að leik og um leið skapast ákveðin hætta.“ „Sjálfur furða ég mig á því að borgin hafi ekki byrjað á því setja niður blómaker. Það er að koma vetur og hjólreiðamenn fara að hætta að vera hérna.“
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira