Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fylkir 3-1 Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 2. júní 2013 00:01 Mynd/Valli ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Fylkismönnum þar sem að Tryggvi Guðmundsson skoraði 131. mark sitt frá upphafi í endurkomu sinni til Vestmannaeyja. Víðir Þorvarðarson og Ian Jeffs voru búnir að koma ÍBV í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. Aaron Spear skoraði svo beint úr hornspyrnu á 58. mínútu en Tryggvi minnkaði muninn fimm mínútum síðar eftir að David James hafði runnið til í marki ÍBV. ÍBV komst upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með ellefu stig. Fylkismenn eru enn í fallsæti með tvö stig og eru enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Mark Víðis á fimmtándu mínútu kom eins og blaut tuska í andlit Árbæinga sem höfðu sótt mikið mun meira og stjórnað leiknum . Til þess að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Ian Jeffs með skalla úr markteig eftir hornspyrnu Aaron Spear í aðeins annarri sókn Eyjamanna. Fylkismenn spiluðu agaðan varnarleik fyrir utan nokkur atvik sem kostuðu þá mörk því að Eyjamenn refsuðu grimmilega fyrir öll mistök Fylkismanna. Það sást best í þriðja marki Eyjamanna er Aaron Spear skrúfaði boltann yfir Bjarna Þórð Halldórssonar, markmann Fylkis, beint úr hornspyrnu. Markið var stórglæsilegt. Brynjar Gauti Guðjónsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson stjórnuðu vörn Eyjamanna frábærlega en sofnuðu þó aðeins á verðinum á 63. mínútu. Tryggvi Guðmundsson skoraði þá gegn sínum gömlu félögum og bætti markamet sitt sem stendur nú í 131 marki. Hermann: Fallegustu stigin „Þetta var alls ekki fallegur fótbolti en fallegustu stigin þrjú,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir sigur sinna manna á Fylki í dag. Hann bætti við að þetta hefði verið gríðarlega mikilvægur leikur sem þeir hefðu þurft að vinna. „Við erum mjög ánægðir, það er engin spurning. Við erum búnir að spila við mörg sterk lið og þetta var mjög mikilvægur sigur,“ hélt Hermann áfram en ÍBV spilaði ekki fallegan bolta í leiknum en fengu samt þrjú stig og um það snýst þetta. Hermann var ekki ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar en sagði að sendingarnar hefðu verið „klaufalegar og beint á Fylkismenn“. Hemmi bætti því líka við að heilladísirnar hefðu ekki verið á bandi Fylkis og að þeir ættu eftir að safna stigum þegar liði á mótið. Tryggvi: Erum í bullinu þarna neðst „Við erum okkar verstu óvinir. Við byrjum þennan leik mjög vel og erum mun betri - en svo skora þeir í sinni fyrstu sókn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson eftir tap sinna manna í Fylki gegn Eyjamönnum í dag. Fylkismenn hafa verið að spila flottan fótbolta en ekki verið að safna stigum. „Þessi tvö fyrstu mörk eru af ódýrari gerðinni og þegar þú lendir 2-0 undir á móti ÍBV á heimavelli þá er þetta erfitt,“ bætti Tryggvi við en hann á markametið í efstu deild á Íslandi og skoraði ófá mörkin á Hásteinsvelli. Í dag bætti hann við einu en hann sagði tilfinninguna ekkert vera betri fyrir vikið því að hans menn væru í „bullinu þarna neðst“. Í stöðunni 3-1 féll Tryggvi við í vítateig Eyjamanna og hafði þetta að segja um atvikið; „Já, þetta var víti og Simmonds viðurkenndi það fúslega við mig um leið og þetta var búið og eftir leik.“ Ásmundur: Aðalatriðið að loka fyrir þessi ódýru mörk „Eins fáránlegt og það hljómar þá er ég ekki ósáttur við leik minna manna heilt yfir. En við leyfum þeim að skora þrjú ódýr mörk og þá sérstaklega mörkin tvö eftir hornin,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik í dag. Aaron Spear átti hættulegar hornspyrnur í leiknum og skoraði meðal annars úr einni slíkri. Fylkismenn voru mun sterkari í byrjun leiks og var mark Víðis Þorvarðarsonar eins og blaut tuska í andlit Árbæinga „Eftir það mark opnumst við aðeins og þeir ná tökum á leiknum. Þá þurfa þeir ekki að sækja mikið á okkur,“ bætti Ásmundur við en Eyjamenn nýttu sín færi vel í leiknum. „Við höfum núna tvær vikur fram að næsta leik. Aðalatriðið er að loka fyrir þessi ódýru mörk sem við erum að fá á okkur. Þá er hægt að byggja ofan á það og gera eitthvað meira fram á við,“ sagði Ásmundur en hann er skiljanlega ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Fylkismenn hafa nú fengið á sig 7 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Fylkismönnum þar sem að Tryggvi Guðmundsson skoraði 131. mark sitt frá upphafi í endurkomu sinni til Vestmannaeyja. Víðir Þorvarðarson og Ian Jeffs voru búnir að koma ÍBV í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. Aaron Spear skoraði svo beint úr hornspyrnu á 58. mínútu en Tryggvi minnkaði muninn fimm mínútum síðar eftir að David James hafði runnið til í marki ÍBV. ÍBV komst upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með ellefu stig. Fylkismenn eru enn í fallsæti með tvö stig og eru enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Mark Víðis á fimmtándu mínútu kom eins og blaut tuska í andlit Árbæinga sem höfðu sótt mikið mun meira og stjórnað leiknum . Til þess að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Ian Jeffs með skalla úr markteig eftir hornspyrnu Aaron Spear í aðeins annarri sókn Eyjamanna. Fylkismenn spiluðu agaðan varnarleik fyrir utan nokkur atvik sem kostuðu þá mörk því að Eyjamenn refsuðu grimmilega fyrir öll mistök Fylkismanna. Það sást best í þriðja marki Eyjamanna er Aaron Spear skrúfaði boltann yfir Bjarna Þórð Halldórssonar, markmann Fylkis, beint úr hornspyrnu. Markið var stórglæsilegt. Brynjar Gauti Guðjónsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson stjórnuðu vörn Eyjamanna frábærlega en sofnuðu þó aðeins á verðinum á 63. mínútu. Tryggvi Guðmundsson skoraði þá gegn sínum gömlu félögum og bætti markamet sitt sem stendur nú í 131 marki. Hermann: Fallegustu stigin „Þetta var alls ekki fallegur fótbolti en fallegustu stigin þrjú,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir sigur sinna manna á Fylki í dag. Hann bætti við að þetta hefði verið gríðarlega mikilvægur leikur sem þeir hefðu þurft að vinna. „Við erum mjög ánægðir, það er engin spurning. Við erum búnir að spila við mörg sterk lið og þetta var mjög mikilvægur sigur,“ hélt Hermann áfram en ÍBV spilaði ekki fallegan bolta í leiknum en fengu samt þrjú stig og um það snýst þetta. Hermann var ekki ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar en sagði að sendingarnar hefðu verið „klaufalegar og beint á Fylkismenn“. Hemmi bætti því líka við að heilladísirnar hefðu ekki verið á bandi Fylkis og að þeir ættu eftir að safna stigum þegar liði á mótið. Tryggvi: Erum í bullinu þarna neðst „Við erum okkar verstu óvinir. Við byrjum þennan leik mjög vel og erum mun betri - en svo skora þeir í sinni fyrstu sókn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson eftir tap sinna manna í Fylki gegn Eyjamönnum í dag. Fylkismenn hafa verið að spila flottan fótbolta en ekki verið að safna stigum. „Þessi tvö fyrstu mörk eru af ódýrari gerðinni og þegar þú lendir 2-0 undir á móti ÍBV á heimavelli þá er þetta erfitt,“ bætti Tryggvi við en hann á markametið í efstu deild á Íslandi og skoraði ófá mörkin á Hásteinsvelli. Í dag bætti hann við einu en hann sagði tilfinninguna ekkert vera betri fyrir vikið því að hans menn væru í „bullinu þarna neðst“. Í stöðunni 3-1 féll Tryggvi við í vítateig Eyjamanna og hafði þetta að segja um atvikið; „Já, þetta var víti og Simmonds viðurkenndi það fúslega við mig um leið og þetta var búið og eftir leik.“ Ásmundur: Aðalatriðið að loka fyrir þessi ódýru mörk „Eins fáránlegt og það hljómar þá er ég ekki ósáttur við leik minna manna heilt yfir. En við leyfum þeim að skora þrjú ódýr mörk og þá sérstaklega mörkin tvö eftir hornin,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik í dag. Aaron Spear átti hættulegar hornspyrnur í leiknum og skoraði meðal annars úr einni slíkri. Fylkismenn voru mun sterkari í byrjun leiks og var mark Víðis Þorvarðarsonar eins og blaut tuska í andlit Árbæinga „Eftir það mark opnumst við aðeins og þeir ná tökum á leiknum. Þá þurfa þeir ekki að sækja mikið á okkur,“ bætti Ásmundur við en Eyjamenn nýttu sín færi vel í leiknum. „Við höfum núna tvær vikur fram að næsta leik. Aðalatriðið er að loka fyrir þessi ódýru mörk sem við erum að fá á okkur. Þá er hægt að byggja ofan á það og gera eitthvað meira fram á við,“ sagði Ásmundur en hann er skiljanlega ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Fylkismenn hafa nú fengið á sig 7 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki