Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fylkir 3-1 Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 2. júní 2013 00:01 Mynd/Valli ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Fylkismönnum þar sem að Tryggvi Guðmundsson skoraði 131. mark sitt frá upphafi í endurkomu sinni til Vestmannaeyja. Víðir Þorvarðarson og Ian Jeffs voru búnir að koma ÍBV í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. Aaron Spear skoraði svo beint úr hornspyrnu á 58. mínútu en Tryggvi minnkaði muninn fimm mínútum síðar eftir að David James hafði runnið til í marki ÍBV. ÍBV komst upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með ellefu stig. Fylkismenn eru enn í fallsæti með tvö stig og eru enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Mark Víðis á fimmtándu mínútu kom eins og blaut tuska í andlit Árbæinga sem höfðu sótt mikið mun meira og stjórnað leiknum . Til þess að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Ian Jeffs með skalla úr markteig eftir hornspyrnu Aaron Spear í aðeins annarri sókn Eyjamanna. Fylkismenn spiluðu agaðan varnarleik fyrir utan nokkur atvik sem kostuðu þá mörk því að Eyjamenn refsuðu grimmilega fyrir öll mistök Fylkismanna. Það sást best í þriðja marki Eyjamanna er Aaron Spear skrúfaði boltann yfir Bjarna Þórð Halldórssonar, markmann Fylkis, beint úr hornspyrnu. Markið var stórglæsilegt. Brynjar Gauti Guðjónsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson stjórnuðu vörn Eyjamanna frábærlega en sofnuðu þó aðeins á verðinum á 63. mínútu. Tryggvi Guðmundsson skoraði þá gegn sínum gömlu félögum og bætti markamet sitt sem stendur nú í 131 marki. Hermann: Fallegustu stigin „Þetta var alls ekki fallegur fótbolti en fallegustu stigin þrjú,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir sigur sinna manna á Fylki í dag. Hann bætti við að þetta hefði verið gríðarlega mikilvægur leikur sem þeir hefðu þurft að vinna. „Við erum mjög ánægðir, það er engin spurning. Við erum búnir að spila við mörg sterk lið og þetta var mjög mikilvægur sigur,“ hélt Hermann áfram en ÍBV spilaði ekki fallegan bolta í leiknum en fengu samt þrjú stig og um það snýst þetta. Hermann var ekki ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar en sagði að sendingarnar hefðu verið „klaufalegar og beint á Fylkismenn“. Hemmi bætti því líka við að heilladísirnar hefðu ekki verið á bandi Fylkis og að þeir ættu eftir að safna stigum þegar liði á mótið. Tryggvi: Erum í bullinu þarna neðst „Við erum okkar verstu óvinir. Við byrjum þennan leik mjög vel og erum mun betri - en svo skora þeir í sinni fyrstu sókn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson eftir tap sinna manna í Fylki gegn Eyjamönnum í dag. Fylkismenn hafa verið að spila flottan fótbolta en ekki verið að safna stigum. „Þessi tvö fyrstu mörk eru af ódýrari gerðinni og þegar þú lendir 2-0 undir á móti ÍBV á heimavelli þá er þetta erfitt,“ bætti Tryggvi við en hann á markametið í efstu deild á Íslandi og skoraði ófá mörkin á Hásteinsvelli. Í dag bætti hann við einu en hann sagði tilfinninguna ekkert vera betri fyrir vikið því að hans menn væru í „bullinu þarna neðst“. Í stöðunni 3-1 féll Tryggvi við í vítateig Eyjamanna og hafði þetta að segja um atvikið; „Já, þetta var víti og Simmonds viðurkenndi það fúslega við mig um leið og þetta var búið og eftir leik.“ Ásmundur: Aðalatriðið að loka fyrir þessi ódýru mörk „Eins fáránlegt og það hljómar þá er ég ekki ósáttur við leik minna manna heilt yfir. En við leyfum þeim að skora þrjú ódýr mörk og þá sérstaklega mörkin tvö eftir hornin,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik í dag. Aaron Spear átti hættulegar hornspyrnur í leiknum og skoraði meðal annars úr einni slíkri. Fylkismenn voru mun sterkari í byrjun leiks og var mark Víðis Þorvarðarsonar eins og blaut tuska í andlit Árbæinga „Eftir það mark opnumst við aðeins og þeir ná tökum á leiknum. Þá þurfa þeir ekki að sækja mikið á okkur,“ bætti Ásmundur við en Eyjamenn nýttu sín færi vel í leiknum. „Við höfum núna tvær vikur fram að næsta leik. Aðalatriðið er að loka fyrir þessi ódýru mörk sem við erum að fá á okkur. Þá er hægt að byggja ofan á það og gera eitthvað meira fram á við,“ sagði Ásmundur en hann er skiljanlega ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Fylkismenn hafa nú fengið á sig 7 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Fylkismönnum þar sem að Tryggvi Guðmundsson skoraði 131. mark sitt frá upphafi í endurkomu sinni til Vestmannaeyja. Víðir Þorvarðarson og Ian Jeffs voru búnir að koma ÍBV í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. Aaron Spear skoraði svo beint úr hornspyrnu á 58. mínútu en Tryggvi minnkaði muninn fimm mínútum síðar eftir að David James hafði runnið til í marki ÍBV. ÍBV komst upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með ellefu stig. Fylkismenn eru enn í fallsæti með tvö stig og eru enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Mark Víðis á fimmtándu mínútu kom eins og blaut tuska í andlit Árbæinga sem höfðu sótt mikið mun meira og stjórnað leiknum . Til þess að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Ian Jeffs með skalla úr markteig eftir hornspyrnu Aaron Spear í aðeins annarri sókn Eyjamanna. Fylkismenn spiluðu agaðan varnarleik fyrir utan nokkur atvik sem kostuðu þá mörk því að Eyjamenn refsuðu grimmilega fyrir öll mistök Fylkismanna. Það sást best í þriðja marki Eyjamanna er Aaron Spear skrúfaði boltann yfir Bjarna Þórð Halldórssonar, markmann Fylkis, beint úr hornspyrnu. Markið var stórglæsilegt. Brynjar Gauti Guðjónsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson stjórnuðu vörn Eyjamanna frábærlega en sofnuðu þó aðeins á verðinum á 63. mínútu. Tryggvi Guðmundsson skoraði þá gegn sínum gömlu félögum og bætti markamet sitt sem stendur nú í 131 marki. Hermann: Fallegustu stigin „Þetta var alls ekki fallegur fótbolti en fallegustu stigin þrjú,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir sigur sinna manna á Fylki í dag. Hann bætti við að þetta hefði verið gríðarlega mikilvægur leikur sem þeir hefðu þurft að vinna. „Við erum mjög ánægðir, það er engin spurning. Við erum búnir að spila við mörg sterk lið og þetta var mjög mikilvægur sigur,“ hélt Hermann áfram en ÍBV spilaði ekki fallegan bolta í leiknum en fengu samt þrjú stig og um það snýst þetta. Hermann var ekki ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar en sagði að sendingarnar hefðu verið „klaufalegar og beint á Fylkismenn“. Hemmi bætti því líka við að heilladísirnar hefðu ekki verið á bandi Fylkis og að þeir ættu eftir að safna stigum þegar liði á mótið. Tryggvi: Erum í bullinu þarna neðst „Við erum okkar verstu óvinir. Við byrjum þennan leik mjög vel og erum mun betri - en svo skora þeir í sinni fyrstu sókn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson eftir tap sinna manna í Fylki gegn Eyjamönnum í dag. Fylkismenn hafa verið að spila flottan fótbolta en ekki verið að safna stigum. „Þessi tvö fyrstu mörk eru af ódýrari gerðinni og þegar þú lendir 2-0 undir á móti ÍBV á heimavelli þá er þetta erfitt,“ bætti Tryggvi við en hann á markametið í efstu deild á Íslandi og skoraði ófá mörkin á Hásteinsvelli. Í dag bætti hann við einu en hann sagði tilfinninguna ekkert vera betri fyrir vikið því að hans menn væru í „bullinu þarna neðst“. Í stöðunni 3-1 féll Tryggvi við í vítateig Eyjamanna og hafði þetta að segja um atvikið; „Já, þetta var víti og Simmonds viðurkenndi það fúslega við mig um leið og þetta var búið og eftir leik.“ Ásmundur: Aðalatriðið að loka fyrir þessi ódýru mörk „Eins fáránlegt og það hljómar þá er ég ekki ósáttur við leik minna manna heilt yfir. En við leyfum þeim að skora þrjú ódýr mörk og þá sérstaklega mörkin tvö eftir hornin,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik í dag. Aaron Spear átti hættulegar hornspyrnur í leiknum og skoraði meðal annars úr einni slíkri. Fylkismenn voru mun sterkari í byrjun leiks og var mark Víðis Þorvarðarsonar eins og blaut tuska í andlit Árbæinga „Eftir það mark opnumst við aðeins og þeir ná tökum á leiknum. Þá þurfa þeir ekki að sækja mikið á okkur,“ bætti Ásmundur við en Eyjamenn nýttu sín færi vel í leiknum. „Við höfum núna tvær vikur fram að næsta leik. Aðalatriðið er að loka fyrir þessi ódýru mörk sem við erum að fá á okkur. Þá er hægt að byggja ofan á það og gera eitthvað meira fram á við,“ sagði Ásmundur en hann er skiljanlega ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Fylkismenn hafa nú fengið á sig 7 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira