Enski boltinn

Brúðgumi nýtti augnablikið vel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enskur karlmaður og stuðningsmaður Manchester United fór á kostum í eigin brúðkaupi á dögunum.

Kauði hélt hræðu við veisluborðið og minntist þar góðs félaga. Hann sagði undanfarna mánuði hafa verið sérstaklega erfiða eftir að hans nyti ekki lengur við. Hann hefði haft mikil áhrif á sig og bað hann veislugesti að rísa úr sætum og skála.

Þegar brúðguminn nefndi nafn félaga síns sprakk salurinn en fjölskylda brúðarinnar ku sýna Manchester City mikinn stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×