Fótbolti

Allir sýknaðir í Veigarsmálinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson
Veigar Páll Gunnarsson mynd / valli
Nú hefur verið í dæmt í hinu svo kallaða Veigarsmáli og voru allir ákærðu sýknaðir. Málið snérist um vafasöm kaup Vålerenga á Veigari Páli Gunnarssyni frá Stabæk árið 2011.

Veigar Páll lék á sínum tíma með franska liðinu Nancy og þegar hann var seldur aftur yfir til Stabæk gerðu félögin með sér ákveðin samning sem var á þá leið að franska liðið myndi fá helming af kaupverði Veigars ef Stabæk myndi selja hann á ný frá félaginu.

Þegar kom á daginn að Stabæk hafði áhuga á að selja leikmanninn frá félaginu tóku þeir tilboði Vålerenga sem var mun lægra en annað tilboð sem hafði borist í leikmanninn frá Rosenborg.

Það kom síðan í ljós að Stabæk og Vålerenga gerðu með sér ákveðin samning við söluna á Veigari að Vålerenga myndi fá forkaupsrétt á 16 ára leikmanni sem var í eigi Stabæk.

Vålerenga greiddi dágóða summu fyrir þann kauprétt. Stabæk varð því aðeins að greiða Nancy um hálfa milljón norskra króna en fengu í staðinn fjórar milljónir norskar frá Vålerenga.

Félögin voru sektuð eftir þessa atburðarrás og lagði síðan fram kæru á forráðamenn félaganna en í morgun voru allir sýknaðir.

Veigar sagði í viðtali við RÚV fyrr í dag að hans mat á málinu að svona athæfi væri ekki svindl en samt sem áður nokkuð siðlaust.

Hér má sjá myndband af viðtalinu við Veigar á vefsíðu RÚV.

Veigar Páll leikur í dag með Stjörnunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×