Innlent

Útséð að sumir munu ekki snúa aftur

Jóhannes Stefánsson skrifar
Það blæs ekki byrlega hjá ungum geislafræðingum sem eru margir óánægðir.
Það blæs ekki byrlega hjá ungum geislafræðingum sem eru margir óánægðir. GVA
„Ég er ekki viss, ég er enn að ákveða mig og ætla að taka mér helgina til að meta stöðuna,“ segir ungur geislafræðingur sem ekki vill láta nafns síns getið í samtali við Fréttablaðið.

Ljóst er að sumir þeirra ungu geislafræðinga sem starfa á Landspítalanum og hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín munu ekki hefja störf þar að nýju.

Nokkrir í þessum hópi sem Fréttablaðið ræddi við hafa þegar tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur og aðrir ætla að taka sér frest yfir helgina til að íhuga stöðu sína.

Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eru ungir geislafræðingar síst ánægðir með nýjan samning sem þeim stendur til boða á Landspítalanum.

Það er vegna þess að í samningnum er gert ráð fyrir yfir 15% hækkun launa þeirra geislafræðinga sem eldri eru samkvæmt aldursþrepakerfi á meðan hinir yngri fá mun minna í sinn hlut. Sérfræðimenntun verður einnig metin til tekna í auknum mæli.

„Maður fann það alveg strax að yngra fólkið er ekki mjög ánægt,“ sagði Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×