Innlent

Handbært fé meira í tíð síðustu ríkisstjórnar en áætlað var

Heimir Már Pétursson skrifar
Staða handbærs fjár frá rekstri ríkissjóðs batnaði á fyrra helmingi þessa árs miðað við sama tímabil árið 2012 og var neikvætt um 12,4 ma.kr. en var neikvætt um 19,2 ma.kr. 2012.

Gert hafði verið ráð fyrir að handbært fé frá rekstri ríkissjóðs yrði neikvætt um 28,8 milljarða og því er afkoman 16,4 milljörðum króna betri á síðustu sex mánuðum kjörtímabils fyrri ríkisstjórnar en áætlað var sem skýrist að mestu með því að dreifing útgjalda innan ársins reyndist önnur en gert hafði verið ráð fyrir, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.  

Tekjur hafi aukist um 8,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðunum milli ára og gjöldin um sömu upphæð. Viðskiptahreyfingar hafi haft jákvæð áhrif á handbært fé um 4,2 milljarða á móti neikvæðum áhrifum 2012 um 2,5 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×