Enski boltinn

Fjögur Arsenal-mörk á tíu mínútum - svona fóru þeir að því

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal vann frábæran 5-1 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær og er nú aðeins fjórum stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Arsenal-liðið gerði út um leikinn með því að skora fjögur mörk á tíu mínútum í upphafi seinni hálfleiksins.

Olivier Giroud skoraði tvö mörk og sín fyrstu síðan í nóvember en það var Þjóðverjinn Lukas Podolski sem var maður dagsins.

Lukas Podolski byrjaði á því að jafna leikinn í fyrri hálfleik eftir að West Ham komst yfir og lagði síðan upp þrjú mörk fyrir félaga sína á fjórum mínútum í seinni hálfleiknum.

Það er hægt að sjá þessa markaveislu Arsenal-manna inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×