Innlent

Sjö ofbeldismanna leitað í fjórum ofbeldismálum

Slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að að sjö ofbeldismönnum vegna rannsóknar á fjórum líkamsárásum, sem komið hafa til kasta lögreglu á örfáum dögum.

Nýjasta tilvikið var þegar maður réðst á starfsmann hótels í Hafnarfirði upp úr klukkan þrjú í nótt og var lögreglu tilkynnt um málið. Árásarmaðurinn kom inn í móttökuna, en þegar hann fékk ekki orðalaust afgreiddan bjór, hrækti á starfsmanninn og skallaði hann síðan í andlitið þannig að hann hlaut blóðnasir og kenndi eymsla í andliti. Hann leitaði aðhlynningar á slysadeild, en árásarmaðurinn komst undan. Lögregla er nú að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavél.

Fyrr í vikunni réðust svo tveir menn á unglingspilt inni á skólalóð í Vesturborginni og rændu af honum tölvu, farsíma, leðurjakka og skólatöskunni. Þeir eru ófundnir. Sömuleiðis innbrotsþjófarnir, sem voru á vettvangi og réðust á húsráðanda þegar hann kom í grandaleysi heim til sín í Vesturborginni. Og mennirnir tveir, sem réðust á gangandi mann við Kópavogshöfn í vikunni og börðu hann, eru líka ófundnir.

Engin þolenda í þessum málum meiddist alvarlega, en þeir þurftu flestir að leita á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×