Enski boltinn

Zaha á leið í læknisskoðun hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wilfried Zaha er á leiðinni í læknisskoðun hjá Manchester United á næstu 48 tímum samkvæmt heimildum BBC en hann mun kosta United fimmtán milljónir punda.

Wilfried Zaha er tvítugur vængmaður frá Crystal Palace. United mun reyndar byrja á því að borga tíu milljónir en restin er í formi leikja- og árangurstengdra bónusgreiðslna.

Zaha kom til Crystal Palace þegar hann var aðeins tólf ára gamall og vann sig upp í aðalliðið. Hann er þegar búinn að spila sinn fyrsta landsleik og verður væntanlega með á móti Brasilíu í næsta mánuði.

Wilfried Zaha heitur fullu nafni Dazet Wilfried Armel Zaha og er fæddur 10. nóvember 1992 á Fílabeinsströndinni. Hann hefur skorað 12 mörk í 109 leikjum með Crystal Palace í ensku b-deildinni en þetta er þriðja alvöru tímabilið hans með félaginu.

Það er hægt að sjá nokkur tilþrif með leikmanninum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×