Enski boltinn

Leikmaður City ákærður fyrir að valda dauða tveggja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Courtney Meppen-Walter, leikmaður Manchester City, hefur verið ákærður fyrir gáleysisakstur sem olli dauða tveggja í umferðarslysi í september síðastliðnum.

Kulwant Singh og Ravel-Kaur Singh létust eftir árekstur við bifreið Meppen-Walter þann 1. september síðastliðinn.

Í dag ákváðu yfirvöld að kæra Meppen-Walter fyrir gáleysislegan og vítaverðan akstur. Hann mun mæta fyrir dómara þann 7. febrúar næstkomandi.

Meppen-Walter er átján ára gamall og hefur ekki spilað með aðalliði Manchester City. Hann hefur þó spilað með U-17 landsliði Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×