Ég held að mamma vilji frekar sjá Hannes í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2013 00:01 Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Daníel Rúnar Kristinsson, þjálfari toppliðs KR, er með jákvæðan höfuðverk þessa dagana. Frábær frammistaða sonarins Rúnars Alex í marki KR-liðsins á sunndaginn lagði grunninn að 3-1 sigri á FH í toppslag Pepsi-deildar karla en Rúnar kom inn á þegar landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók út leikbann. Fyrir vikið þarf Rúnar að velja á milli Hannesar og Rúnars Alex þegar KR fær Val í heimsókn á KR-vellinum á morgun. „Ég býst ekki við því að ég sé að fara að spila. Hannes er fyrsti valmöguleiki í landsliðinu og er búinn að standa sig frábærlega hjá KR þriðja árið í röð,“ segir Rúnar Alex, sem þakkar Hannesi og öðrum í KR-liðinu fyrir góðan stuðning fyrir stórleikinn á sunnudaginn var.Hannes hjálpaði mikið við undirbúninginn „Hannes hjálpaði mér mjög mikið við að undirbúa mig fyrir þennan leik,“ segir Rúnar Alex og hann býst ekki við að samband þeirra breytist núna. „Við erum það góðir vinir að ég held að þetta breyti ekki sambandi okkar. Ég þarf bara að sætta mig við það að vera númer tvö þótt ég myndi alveg vera hundrað prósent tilbúinn í að spila áfram ef þjálfarinn myndi vilja það,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex mun ekki gleyma þessum leik í bráð og þótt hann setjist strax aftur á bekkinn þá verður þessi frammistaða hluti af sögu þessa tímabils. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og ég bjóst alls ekki við að ég myndi ná að standa mig svona vel. Þetta var draumi líkast,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex býst heldur ekki við að móðir hans reyni að sannfæra pabba hans um að setja strákinn aftur í byrjunarliðið á móti Val á fimmtudaginn.Hún verður alltaf svo stressuð „Ég held að hún vilji frekar sjá Hannes í markinu. Hún verður alltaf svo stressuð á svona leikjum. Hún mætir á alla leiki en taugarnar eru ekki nægilega sterkar til þess að horfa á mig spila svona marga leiki í röð þegar ég er bara átján ára gamall,“ segir Rúnar Alex í léttum tón. Fyrir utan frábærar markvörslur hefur Rúnar vakið mikla athygli fyrir góðar spyrnur fram völlinn og hversu mikið hann talaði við varnarmenn sína þrátt fyrir að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. „Ég legg mjög mikla áherslu á það að æfa fótboltahliðina af því að vera markvörður. Ég er heppinn að þetta er smá í blóðinu en ég æfi þetta líka mjög mikið sjálfur. Ég hef alltaf litið mjög upp til Pepe Reina og hann hefur alltaf verið uppáhaldamarkvörðurinn minn. Ég hef alltaf fylgst með því hvernig hann er að sparka,“ segir Rúnar Alex. Var ekkert erfitt að fara strax í að segja reynsluboltum KR-liðsins til?Að þora að tala „Það þýðir ekkert annað. Þegar þú ert markvörður þá er mikil ábyrgð á þér. Ef þú ert alltaf á tánum og duglegur að láta heyra í þér eru minni líkur á því að þú gerir einhver mistök því þú ert alltaf einbeittur og inni í leiknum. Ég held mér á tánum með því að halda hinum á tánum líka. Einn mikilvægasti þátturinn í fótbolta er að þora að tala,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex er tilbúinn að sitja á bekknum út þetta sumar en hann vill meira á því næsta. „Mig langar að fara út í atvinnumennsku en ef ekki þá þarf ég bara að skoða hvaða möguleika ég hef fyrir næsta tímabil. Ég gæti alveg skoðað það að spila fyrir annað íslenskt félag en ég myndi ekki fara hvert sem er,“ segir Rúnar Alex. Hvað með alla athyglina sem hann hefur fengið síðustu daga?Farið að vera svolítið þreytandi núna „Ég hef ekki verið svona mikið í sviðsljósinu áður. Þetta var fínt í byrjun en er farið að vera svolítið þreytandi núna. Eftir morgundaginn þá fer þetta nú að hætta enda næsti leikdagur að byrja. Þá verða flestir búnir að gleyma þessu,“ segir Rúnar Alex hógvær en það er ekki líklegt að KR-ingar gleymi einni flottustu frammistöðu sögunnar hjá nýliða í KR-treyjunni.Lið 17. umferðarMarkvörður: Rúnar Alex Rúnarsson, KRVarnarmenn Tomasz Luba Víkingur, Ólafsvík Kári Ársælsson, ÍA Guðmundur Reynir Gunnarsson, KRMiðjumenn Mark Tubæk, Þór Baldur Sigurðsson, KR Andri Rafn Yemoan, Breiðablik Einar Orri Einarsson, KeflavíkSóknarmenn Víðir Þorvarðarson, ÍBV Atli Viðar Björnsson, FH Hörður Sveinsson, Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari toppliðs KR, er með jákvæðan höfuðverk þessa dagana. Frábær frammistaða sonarins Rúnars Alex í marki KR-liðsins á sunndaginn lagði grunninn að 3-1 sigri á FH í toppslag Pepsi-deildar karla en Rúnar kom inn á þegar landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók út leikbann. Fyrir vikið þarf Rúnar að velja á milli Hannesar og Rúnars Alex þegar KR fær Val í heimsókn á KR-vellinum á morgun. „Ég býst ekki við því að ég sé að fara að spila. Hannes er fyrsti valmöguleiki í landsliðinu og er búinn að standa sig frábærlega hjá KR þriðja árið í röð,“ segir Rúnar Alex, sem þakkar Hannesi og öðrum í KR-liðinu fyrir góðan stuðning fyrir stórleikinn á sunnudaginn var.Hannes hjálpaði mikið við undirbúninginn „Hannes hjálpaði mér mjög mikið við að undirbúa mig fyrir þennan leik,“ segir Rúnar Alex og hann býst ekki við að samband þeirra breytist núna. „Við erum það góðir vinir að ég held að þetta breyti ekki sambandi okkar. Ég þarf bara að sætta mig við það að vera númer tvö þótt ég myndi alveg vera hundrað prósent tilbúinn í að spila áfram ef þjálfarinn myndi vilja það,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex mun ekki gleyma þessum leik í bráð og þótt hann setjist strax aftur á bekkinn þá verður þessi frammistaða hluti af sögu þessa tímabils. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og ég bjóst alls ekki við að ég myndi ná að standa mig svona vel. Þetta var draumi líkast,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex býst heldur ekki við að móðir hans reyni að sannfæra pabba hans um að setja strákinn aftur í byrjunarliðið á móti Val á fimmtudaginn.Hún verður alltaf svo stressuð „Ég held að hún vilji frekar sjá Hannes í markinu. Hún verður alltaf svo stressuð á svona leikjum. Hún mætir á alla leiki en taugarnar eru ekki nægilega sterkar til þess að horfa á mig spila svona marga leiki í röð þegar ég er bara átján ára gamall,“ segir Rúnar Alex í léttum tón. Fyrir utan frábærar markvörslur hefur Rúnar vakið mikla athygli fyrir góðar spyrnur fram völlinn og hversu mikið hann talaði við varnarmenn sína þrátt fyrir að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. „Ég legg mjög mikla áherslu á það að æfa fótboltahliðina af því að vera markvörður. Ég er heppinn að þetta er smá í blóðinu en ég æfi þetta líka mjög mikið sjálfur. Ég hef alltaf litið mjög upp til Pepe Reina og hann hefur alltaf verið uppáhaldamarkvörðurinn minn. Ég hef alltaf fylgst með því hvernig hann er að sparka,“ segir Rúnar Alex. Var ekkert erfitt að fara strax í að segja reynsluboltum KR-liðsins til?Að þora að tala „Það þýðir ekkert annað. Þegar þú ert markvörður þá er mikil ábyrgð á þér. Ef þú ert alltaf á tánum og duglegur að láta heyra í þér eru minni líkur á því að þú gerir einhver mistök því þú ert alltaf einbeittur og inni í leiknum. Ég held mér á tánum með því að halda hinum á tánum líka. Einn mikilvægasti þátturinn í fótbolta er að þora að tala,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex er tilbúinn að sitja á bekknum út þetta sumar en hann vill meira á því næsta. „Mig langar að fara út í atvinnumennsku en ef ekki þá þarf ég bara að skoða hvaða möguleika ég hef fyrir næsta tímabil. Ég gæti alveg skoðað það að spila fyrir annað íslenskt félag en ég myndi ekki fara hvert sem er,“ segir Rúnar Alex. Hvað með alla athyglina sem hann hefur fengið síðustu daga?Farið að vera svolítið þreytandi núna „Ég hef ekki verið svona mikið í sviðsljósinu áður. Þetta var fínt í byrjun en er farið að vera svolítið þreytandi núna. Eftir morgundaginn þá fer þetta nú að hætta enda næsti leikdagur að byrja. Þá verða flestir búnir að gleyma þessu,“ segir Rúnar Alex hógvær en það er ekki líklegt að KR-ingar gleymi einni flottustu frammistöðu sögunnar hjá nýliða í KR-treyjunni.Lið 17. umferðarMarkvörður: Rúnar Alex Rúnarsson, KRVarnarmenn Tomasz Luba Víkingur, Ólafsvík Kári Ársælsson, ÍA Guðmundur Reynir Gunnarsson, KRMiðjumenn Mark Tubæk, Þór Baldur Sigurðsson, KR Andri Rafn Yemoan, Breiðablik Einar Orri Einarsson, KeflavíkSóknarmenn Víðir Þorvarðarson, ÍBV Atli Viðar Björnsson, FH Hörður Sveinsson, Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira