Bændur á leið með tugþúsundir fjár til byggða Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2013 15:09 Bændur á Norðurlandi eru flestir komnir á fjöll að smala fé sínu til byggða áður en óveður skellur á á föstudag og laugardag samkvæmt veðurspá. Sæþór Gunnsteinsson gagnaforingi er á fjalli í blíðskapar veðri og segir að vel gangi að smala fénu og lofar að lömbin mun bragðast vel þrátt fyrir styttri tíma á afrétti en venja er. Veðurspá fyrir Norðurland gerir enn ráð fyrir vonskuveðri á föstudag og laugardag og því héldu bændur til fjalla í gær og í morgun til að sækja tugþúsundir fjár til byggða, minnugir hryllingsins í byrjun september í fyrra þegar um tíu þúsund fjár urðu úti í miklum norðanhvelli. Sæþór Gunnsteinsson gagnaforingi fyrir svæðið allt frá Mývatnssveit austur í Kelduhverfi er kominn til fjalla með sína menn og var staddur á Reykjaheiði skömmu fyrir hádegi. „Það er skrýtið að hugsa til þess að hér sé að koma óveður, því hér er sól og fimmtán stiga hiti eins og um hásumar og hér er margt fé og fallegt,“ segir Sæþór. Mesta nuddið í dag verði að koma fénu af stað í svona góðu veðri. „En þetta eru öfgarnar á Íslandi,“ bætti hann við. Sæþór segir að það hafi verið rétt ákvörðun að flýta göngum í ljósi þess sem gerðist í fyrra þótt skrýtið sé að smala í ágúst. Menn hafi ekki gert það áður. En veðurspáin sé enn slæm. Á svæði Sæþórs reka menn um fimm þúsund fjár til byggða og hann hefur verið í sambandi við sauðfjárbændur víða um Norðurland. „Já, við þekkjumst dálítið innbirgðis sauðfjárbændur og erum búnir að heyra hver í öðrum. Ég held að að heilt yfir á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði austur í Vopnafjörð séu menn að smala og tryggja sig því það er alveg klárt að menn vilja ekki taka neina áhættu,“ segir Sæþór. Það sé mikið undir og það að skipti í sjálfu sér ekki öllu máli hvort smalað sé vikunni fyrr eða seinna. Það komi hvorki niður á fallþunga né bragðinu á lambinu að fá ekki að bragða á lynginu aðeins lengur. „Nei, við slátrum bara fyrir. Landið er óhemju fallegt í dag. Hér er birki og blágresi og allt sem finna má í íslenskri náttúru og við getum lofað því að lambakjörið verður afbragðs gott í haust,“ segir hann. Sveitarómantíkin blómstri nú á fjöllum. „Já, aldrei verið meiri en nákvæmlega í þessum töluðum orðum. Þetta er bara eins og það getur best orðið,“ sagði Sæþór Gunnsteinsson gagnaforingi staddur upp á Reykjaheiði í smölun. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Bændur á Norðurlandi eru flestir komnir á fjöll að smala fé sínu til byggða áður en óveður skellur á á föstudag og laugardag samkvæmt veðurspá. Sæþór Gunnsteinsson gagnaforingi er á fjalli í blíðskapar veðri og segir að vel gangi að smala fénu og lofar að lömbin mun bragðast vel þrátt fyrir styttri tíma á afrétti en venja er. Veðurspá fyrir Norðurland gerir enn ráð fyrir vonskuveðri á föstudag og laugardag og því héldu bændur til fjalla í gær og í morgun til að sækja tugþúsundir fjár til byggða, minnugir hryllingsins í byrjun september í fyrra þegar um tíu þúsund fjár urðu úti í miklum norðanhvelli. Sæþór Gunnsteinsson gagnaforingi fyrir svæðið allt frá Mývatnssveit austur í Kelduhverfi er kominn til fjalla með sína menn og var staddur á Reykjaheiði skömmu fyrir hádegi. „Það er skrýtið að hugsa til þess að hér sé að koma óveður, því hér er sól og fimmtán stiga hiti eins og um hásumar og hér er margt fé og fallegt,“ segir Sæþór. Mesta nuddið í dag verði að koma fénu af stað í svona góðu veðri. „En þetta eru öfgarnar á Íslandi,“ bætti hann við. Sæþór segir að það hafi verið rétt ákvörðun að flýta göngum í ljósi þess sem gerðist í fyrra þótt skrýtið sé að smala í ágúst. Menn hafi ekki gert það áður. En veðurspáin sé enn slæm. Á svæði Sæþórs reka menn um fimm þúsund fjár til byggða og hann hefur verið í sambandi við sauðfjárbændur víða um Norðurland. „Já, við þekkjumst dálítið innbirgðis sauðfjárbændur og erum búnir að heyra hver í öðrum. Ég held að að heilt yfir á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði austur í Vopnafjörð séu menn að smala og tryggja sig því það er alveg klárt að menn vilja ekki taka neina áhættu,“ segir Sæþór. Það sé mikið undir og það að skipti í sjálfu sér ekki öllu máli hvort smalað sé vikunni fyrr eða seinna. Það komi hvorki niður á fallþunga né bragðinu á lambinu að fá ekki að bragða á lynginu aðeins lengur. „Nei, við slátrum bara fyrir. Landið er óhemju fallegt í dag. Hér er birki og blágresi og allt sem finna má í íslenskri náttúru og við getum lofað því að lambakjörið verður afbragðs gott í haust,“ segir hann. Sveitarómantíkin blómstri nú á fjöllum. „Já, aldrei verið meiri en nákvæmlega í þessum töluðum orðum. Þetta er bara eins og það getur best orðið,“ sagði Sæþór Gunnsteinsson gagnaforingi staddur upp á Reykjaheiði í smölun.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira