Hafnfirðingurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson kom inn á sem varamaður þegar Grödig vann flottan 1-0 sigur á Austria Vín í austurrísku úrvasldeildinni í knattspyrnu í dag.
Grödig komst með sigrinum upp fyrir Vínarliðið í 2. sæti deildarinnar. Grödig hefur 28 stig, Rapid Vín 27 stig og Austria 25. Salzburg er á toppnum með 34 stig.
Hannes hafði verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum en kom inn á þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Austria Vín sló FH-inga, uppeldisfélag Hannesar, út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í haust með minnsta mun.
Hannes kom inn á í sigri á FH-bönunum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
