Innlent

Konan á batavegi eftir brunann í Írabakka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Konan á batavegi eftir brunann í Írabakka.
Konan á batavegi eftir brunann í Írabakka.
Kona sem hlaut brunasár og reykeitrun eftir brunann í Írabakka aðfaranótt mánudags er á batavegi en vefsíðan mbl.is greinir frá þessu í dag.

Henni var haldið sofandi og í öndunarvél fyrripart vikunnar vegna brunasára og reykeitrunar en er núna á batavegi.

Líðan hennar er stöðug samkvæmt lækni á gjörgæsludeild. 14 ára dóttir hennar var einnig flutt á gjörgæsludeild á mánudaginn en útskrifuð þaðan síðar um daginn og flutt á barnadeild.

Betur fór því en á horfðist í brunanum í Írabakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×