Enski boltinn

Chicharito og Ferdinand líklega áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, á von á því að þeir Javier Hernandez og Rio Ferdinand verði báðir áfram hjá United á næsta tímabili.

Radamel Falcao hefur verið orðaður við United og því líkur leiddar að því að Hernandez myndi fara frá félaginu. Hann hefur skorað sextán mörk á tímabilinu, þrátt fyrir að vera mikið á bekknum.

„Það er ástæðulaust að telja að það verði ekki pláss fyrir hann í liðinu. Við vonum að honum finnist hann hafa lagt sitt af mörkum enda hefur hann skorað sextán mörk.“

„Hann var frábær þegar hann kom inn á gegn West Ham um daginn og skapaði mikið fyrir okkur.“

Samningur Ferdinand rennur út í lok tímabilsins. „Ég hef rætt við Rio. Hann hefur meiri áhyggjur af því að finna andstæðing fyrir heiðursleikinn sinn. Við viljum halda honum og ég er viss um að þetta verði rætt enn frekar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×