Enski boltinn

Herzog fylgdist með Aroni spila

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron fagnar marki í leik með AZ.
Aron fagnar marki í leik með AZ. Nordic Photos / Getty Images
Austurríkismaðurinn Andreas Herzog, aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins, var í Alkmaar um helgina og sá Aron Jóhannsson spila.

Aron er með tvöfaldan ríkisborgararétt og getur bæði gefið kost á sér í íslenska landsliðið og það bandaríska, eins og áður hefur verið fjallað um.

Hann hefur áður verið valinn í íslenska A-landsliðið en hann hefur ekki enn náð að spila með því vegna meiðsla.

Aron kom til AZ Alkmaar fyrr á þessu tímabili og hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins - bæði eftir stoðsendingu Jóhanns Bergs Guðmudssonar.

Jürgen Klinsmann er þjálfari bandaríska landsliðsins og hefur hann mikinn hug á að fá Aron í sitt landslið.

Þá er Jozy Altidore, samherji Arons hjá AZ, reyndur bandarískur landsliðsmaður. Hann segist hafa rætt við Aron um þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×