Enski boltinn

Arsenal áfrýjar rauða spjaldinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsenal hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Olivier Giroud fékk í leik liðsins gegn Fulham í gær.

Arsene Wenger, stjóri liðsins, sagði eftir leik í gær að Giroud hefði runnið til þegar hann fór í Stanislav Manolev, leikmann Fulham. Arsenal staðfesti svo áfrýjunina á heimasíðu félagsins í dag.

Að öllu óbreyttu fer Giroud í þriggja leikja bann en aganefnd enska sambandsins gæti lengt bannið um einn leik telji það áfrýjunina tilgangslausa með öllu.

Arsenal á í harðri baráttu um að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×