Innlent

Helga færðar hamingjuóskir í Höfða

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Helgi Sveinsson spjótkastari ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra við móttökuna í Höfða í gær.
Helgi Sveinsson spjótkastari ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra við móttökuna í Höfða í gær. Mynd/Stefán
Reykjavíkurborg efndi í gær til heiðursmóttöku fyrir Helga Sveinsson, nýkrýndan heimsmeistara í spjótkasti.

Hann hlaut titilinn á heimsmeistaramóti fatlaðra sem fór fram í Lyon í Frakklandi dagana 19. til 28. júlí síðastliðinn.

Sló Helgi með 50,98 kasti sínu bæði Íslandsmetið og 15 ára gamalt heimsmeistaramótsmet. Voru Helga og þjálfurum hans færðar hamingjuóskir og blómvendir vegna þess glæsilega árangurs sem heimsmeistarinn náði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×