Innlent

Venni Páer býður niðurhal gegn framlagi til Barnaspítalans

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þættirnir um Venna Páer eru nú aðgengilegir notendum Deildu.net gegn því að þeir styrki gott málefni.
Þættirnir um Venna Páer eru nú aðgengilegir notendum Deildu.net gegn því að þeir styrki gott málefni.
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Venna Páer hafa boðið notendum skráarskiptasíðunnar Deildu.net að sækja þættina til niðurhals gegn því að leggja þúsund krónur í Barnaspítalasjóð Hringsins.

Í orðsendingu rétthafa þáttanna til notenda Deildu.net, með yfirskriftinni „If you can't beat them, join them“ (ísl: ef þú getur ekki sigrað þau, gakktu til liðs við þau), segir að ný stefna vefsins varðandi það ad leyfa íslenskt efni hafi leitt af sér að þættirnir um Venna Páer séu komnir í deilingu á síðunni.

„Við sem stóðum að Venna Páer gerum okkur grein fyrir að skráadeiling er líklega komin til ad vera. Þættirnir voru gerðir af litlum efnum og vonin var aðallega að fólk hefði gaman af. Þetta kostaði engu ad síður bæði peninga og vinnu sem við hefðum vilja að leiddi til góðs.“

Bjóða þeir notendum því að njóta þáttanna „með tandurhreina samvisku“, en ný stefna Deildu.net um íslenskt efni hefur vakið athygli, en deiling þess hefur nú verið leyfð eftir að hafa verið bönnuð frá stofnun síðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×