Enski boltinn

Rodgers: Markvörður Reading var ótrúlegur

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var að vonum svekktur með að hafa ekki klárað leikinn gegn botnliði Reading í dag.

"Við sköpuðum nóg af færum til þess að vinnan þennan leik. Við erum gríðarlega svekktir með að hafa ekki unnið þennan leik," sagði Rodgers.

"Markvörðurinn þeirra var frábær og á öðrum degi hefðu mörg þessara skota farið í markið. Ég hef ekki séð aðra eins frammistöðu hjá markverði í háa herrans tíð.

"Ég get ekki beðið um mikið meira frá mínum mönnum nema að nýta færin betur. Leikur okkar var nefnilega góður. Það reyndist okkur dýrt að nýta ekki færin.".

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×