Enski boltinn

Wenger missti aldrei trúna

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Arsenal vann dramatískan sigur á Norwich í dag og komst um leið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal skoraði þrjú mörk á lokamínútunum.

"Mér fannst allan tímann eins og þetta væri hægt. Ég sá það á strákunum að þeir ætluðu ekki að gefast upp. Það gat samt enginn spáð því að við myndum skora þrjú mörk í lokin," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

"Það er frábær baráttuandi í þessu liði og sá andi kláraði þennan leik fyrir okkur. Við áttum skilið að vinna þennan leik.

"Við erum enn með í baráttunni um Meistardeildarsæti. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og það kallar á mikla einbeitingu."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×