Enski boltinn

Wigan í bikarúrslit

Leikmenn Wigan fagna í dag.
Leikmenn Wigan fagna í dag.
Wigan tryggði sér í dag sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Liðið lagði þá Millwall, 2-0, á Wembley.

Shaun Maloney kom Wigan yfir í fyrri hálfleik og Callum McManaman bætti öðru marki við í þeim seinni. Bikarævintýri Millwall er því lokið.

Wigan mun mæta annað hvort Chelsea eða Man. City í úrslitaleiknum en þau mætast á morgun.

Stuðningsmenn Millwall eru þekktir ólátabelgir og þeir stóðu undir nafni í lok leiksins er þeir stóðu fyrir slagsmálum í stúkunni og réðust meðal annars á lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×