Enski boltinn

Ferguson segir Mancini vera að leita að samúð

Ferguson er ekki hrifinn af vælinu í Mancini.
Ferguson er ekki hrifinn af vælinu í Mancini.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki par hrifinn af þeim ummælum Roberto Mancini, stjóra Man. City, um að Man. Utd hefði það of gott í ensku deildinni. Hann segir að Mancini sé að leita sér að samúð.

Mancini sagði að ein ástæðan fyrir því að Man. Utd væri að pakka ensku úrvalsdeildinni saman vær sú að andstæðingar þeirra hræddust þá og hefðu ekki trú á sigri.

"Þetta er meira kjaftæðið. Hann er kannski að leita að samúð eða einhverju álíka. Það vita allir að enska deildin er sú heiðarlegasta og hefur verið lengi. Litlu liðin veita okkur gríðarlega keppni og vita ekkert betra en að vinna okkur," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×