Íslenski boltinn

Yrði ekkert hissa ef við fengjum eitt eða þrjú stig á móti Sviss

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm
Það er tæp vika í landsleik Sviss og Íslands ytra. Verður við ramman reip að draga að öllum líkindum hjá íslenska liðinu enda situr Sviss á toppi riðilsins og liðið hitaði upp fyrir leikinn með því að skella Brasilíu. Þetta er alvöru lið.

„Ég er nokkuð bjartsýnn á að við getum fengið stig úr þessum leik. Ef allir leikmenn haldast heilir og við spilum góðan leik þá yrði ég ekkert hissa ef við fengjum eitt eða þrjú stig úr þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck brattur.

„Sviss er náttúrulega með ofboðslega sterkt lið og er vel spilandi. Fyrri leikurinn okkar gegn Sviss var mjög góður og við vorum óheppnir að fá ekkert úr þeim leik. Sá leikur sýndi okkur vel hvað við getum gert gegn þessu liði. Við þurfum þó algjöran toppleik til þess að fá stig.“

Sviss er gríðarlega erfitt heim að sækja og búist er við góðri mætingu á leikinn.

„Eðlilega verðum við væntanlega aðeins minna með boltann en við þurfum að vera mjög skynsamir í okkar aðgerðum og einbeitingin má ekki klikka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×