Berjast með alvöru vopnum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 31. ágúst 2013 08:00 Arnfríður tók þátt í 20.000 manna samkomu í Bandaríkjunum þar sem tekist var á með vopnum. mynd/arnfríður Arnfríður Ingvarsdóttir skylmist við félaga sinn í miðaldaklúbbnum Klakavirki.mynd/daníel Við erum fullorðið fólk að leika okkur,“ segir Arnfríður Ingvarsdóttir forritari þegar hún er spurð út í áhugamál sitt. Hún er meðlimur í SCA Klakavirki, áhugamannafélagi um mannlíf á miðöldum. Félagið er hluti af alþjóðlegum félagsskap, SCA, sem stofnaður var í Bandaríkjunum. „Markmiðið er að hittast, klæða okkur upp og upplifa miðaldir, með ákveðnum nútímaþægindum þó, eins og heitu kaffi og súkkulaði,“ segir Arnfríður. „Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 600 til 1600 og yfirleitt búa félagsmenn búningana til sjálfir og smíða vopn og brynjur. Þegar búið er að klæða sig upp eru stundaðar skylmingar, bogfimi, burtreiðar og fleira,“ útskýrir hún. Tilheyra ríkinu Drachenwald Íslenski hópurinn á upphaf sitt að rekja til herstöðvarinnar í Keflavík. Hann hafði legið í dvala í tvö ár þegar Arnfríður endurvakti hann ásamt fleirum árið 2007. Löndunum sem taka þátt um allan heim er skipt upp í konungsríki og tilheyrir Ísland konungsríkinu Drachenwald, eða Ríki Svarta drekans. Snýst SCA þá um lifandi hlutverkaleik? „Þetta er ekki LARP þó að margt sem við gerum sé svipað. Við stöndum ekki með teninga í hendinni til að ákvarða hluti eða hendum töfralyfi á fólk. Allar skylmingar og allir bardagar sem sjást hjá okkur eru eins raunverulegir og við getum gert þá án þess að senda nokkurn mann upp á sjúkrahús. Við notum alvöru vopn og við förum eftir ströngum öryggisreglum.“Grúskarar upp til hópa Skylmingarnar vöktu áhuga Arnfríðar á félaginu en hún smíðaði sjálf sverðið sitt og brynju. „Ég dvaldi þrjá mánuði í smiðju í Bandaríkjunum fyrir þremur árum og smíðaði mér hjálm, sverð, hlífar og brynju. En ég sæki líka í söguna og í félagsskapinn en maður kynnist fólki um allan heim. Það má segja að þetta séu grúskarar upp til hópa,“ segir Arnfríður.Fræg fyrir matarveislur Hún reynir að sækja alþjóðlegar samkomur einu sinni til tvisvar á ári og hefur meðal annars farið á 20.000 manna samkomu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem hún tók þátt í stríði. „Þar var ég troðin undir í hamaganginum en það var rosalega gaman,“ segir hún. „Okkar félag heldur samkomur þrisvar á ári og við erum orðin fræg fyrir matarveislurnar okkar. Við leitum uppi uppskriftir frá miðöldum og notum íslenskt hráefni til að endurskapa réttina. Næsta samkoma verður 11.-13. október í Skagafirði,“ segir Arnfríður. Hún segir áhugafólk um miðaldir meira en velkomið í félagið og er upplýsingar að finna á vefsíðunum www.sca.org og á www.scaklakavirki.net. Þá er Klakavirki með opna grúppu á Facebook. Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Arnfríður Ingvarsdóttir skylmist við félaga sinn í miðaldaklúbbnum Klakavirki.mynd/daníel Við erum fullorðið fólk að leika okkur,“ segir Arnfríður Ingvarsdóttir forritari þegar hún er spurð út í áhugamál sitt. Hún er meðlimur í SCA Klakavirki, áhugamannafélagi um mannlíf á miðöldum. Félagið er hluti af alþjóðlegum félagsskap, SCA, sem stofnaður var í Bandaríkjunum. „Markmiðið er að hittast, klæða okkur upp og upplifa miðaldir, með ákveðnum nútímaþægindum þó, eins og heitu kaffi og súkkulaði,“ segir Arnfríður. „Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 600 til 1600 og yfirleitt búa félagsmenn búningana til sjálfir og smíða vopn og brynjur. Þegar búið er að klæða sig upp eru stundaðar skylmingar, bogfimi, burtreiðar og fleira,“ útskýrir hún. Tilheyra ríkinu Drachenwald Íslenski hópurinn á upphaf sitt að rekja til herstöðvarinnar í Keflavík. Hann hafði legið í dvala í tvö ár þegar Arnfríður endurvakti hann ásamt fleirum árið 2007. Löndunum sem taka þátt um allan heim er skipt upp í konungsríki og tilheyrir Ísland konungsríkinu Drachenwald, eða Ríki Svarta drekans. Snýst SCA þá um lifandi hlutverkaleik? „Þetta er ekki LARP þó að margt sem við gerum sé svipað. Við stöndum ekki með teninga í hendinni til að ákvarða hluti eða hendum töfralyfi á fólk. Allar skylmingar og allir bardagar sem sjást hjá okkur eru eins raunverulegir og við getum gert þá án þess að senda nokkurn mann upp á sjúkrahús. Við notum alvöru vopn og við förum eftir ströngum öryggisreglum.“Grúskarar upp til hópa Skylmingarnar vöktu áhuga Arnfríðar á félaginu en hún smíðaði sjálf sverðið sitt og brynju. „Ég dvaldi þrjá mánuði í smiðju í Bandaríkjunum fyrir þremur árum og smíðaði mér hjálm, sverð, hlífar og brynju. En ég sæki líka í söguna og í félagsskapinn en maður kynnist fólki um allan heim. Það má segja að þetta séu grúskarar upp til hópa,“ segir Arnfríður.Fræg fyrir matarveislur Hún reynir að sækja alþjóðlegar samkomur einu sinni til tvisvar á ári og hefur meðal annars farið á 20.000 manna samkomu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem hún tók þátt í stríði. „Þar var ég troðin undir í hamaganginum en það var rosalega gaman,“ segir hún. „Okkar félag heldur samkomur þrisvar á ári og við erum orðin fræg fyrir matarveislurnar okkar. Við leitum uppi uppskriftir frá miðöldum og notum íslenskt hráefni til að endurskapa réttina. Næsta samkoma verður 11.-13. október í Skagafirði,“ segir Arnfríður. Hún segir áhugafólk um miðaldir meira en velkomið í félagið og er upplýsingar að finna á vefsíðunum www.sca.org og á www.scaklakavirki.net. Þá er Klakavirki með opna grúppu á Facebook.
Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira