Fótbolti

Neid gæti unnið sinn áttunda titil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úrslitaleikur EM kvenna fer fram í Stokkhólmi í dag en þar munu lið Þýskalands og Noregs eigast við.

Landsliðsþjálfari Þýskalands, Silvia Neid, hefur náð ótrúlegum árangri sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari þýska landsliðsins.

Þýskaland hefur unnið Evrópumótið sex sinnum í röð og átta sinnum alls. Neid hefur tekið þátt í öllum þessum mótum en Þýskaland varð fyrst meistari á heimavelli árið 1989.

Neid hefur verið gagnrýnd í heimalandinu að undanförnu, sérstaklega eftir 1-0 tap fyrir Noregi í riðlakeppninni. En hún hefur eðlilega fullan stuðning forráðamanna þýska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×