Íslenski boltinn

Sandra kemur inn í hópinn í stað Þóru

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir kemur inn í landsliðshópinn
Sandra Sigurðardóttir kemur inn í landsliðshópinn Mynd / HAG
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í staðinn fyrir Þóru B. Helgadóttur sem tognaði aftan í læri í leik LdB Malmö og Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Þóra stóð á milli stanganna fyrir LdB Malmö.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, ákvað í morgun að fá inn Söndru Sigurðardóttir í hópinn til að leysa Þóru af velli.

Íslenska landsliðið leikur við það danska í vináttuleik í Viborg á Jótlandi þann 20. júní. Leikurinn er hluti af undirbúnings Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Svíþjóð 11. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×