Enski boltinn

Fernandinho á leið í læknisskoðun hjá City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fernandinho í leik með Shakhtar Donetsk
Fernandinho í leik með Shakhtar Donetsk Mynd. / Getty Images

Brasilíski miðjumaðurinn Fernandinho er mættur til Manchester í læknisskoðun en hann er við það að ganga í raðir enska knattspyrnuliðsins Manchester City.

Leikmaðurinn hefur verið undanfarinn átta tímabil hjá Shakhtar Donetsk en kaupverðið hefur ekki verið staðfest en það er talið vera á milli 25-35 milljónum punda.

Þessi 28 ára leikmaður hefur lengi viljað yfirgefa Shaktar og fara til stærra félags í Evrópu og nú virðist vera komið að því.

„Ég ætla gera mitt allra besta til að komast í landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu á næsta ári,“ sagði Fernandinho.

„Það gefur mér mun meiri von þegar ég veit að ég er að fara spila fyrir eitt besta lið í heiminum í einni sterkustu deild í Evrópu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×