Fótbolti

Kolbeinn: Þurfum að vinna heimaleikina

Stefán Árni Pálsson skrifar

Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var bjartsýnn fyrir leikinn gegn Slóveníu í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í vikunni.

Kolbeinn vill meina að liðið eigi að gera þá kröfu að vinna alla sína heimaleiki í þessum riðli.

„Við verðum að leggja upp með að vinna alla heimaleiki sem eftir er, sérstaklega til að eiga möguleika á umspilssætinu eða jafnvel að komast alla leið á mótið og vinna riðilinn.“

„Við verðum fyrst og fremst að vinna leikinn á föstudaginn og þá getum við farið að horfa fram á veginn.“

„Liðið er í kjörstöðu að gera eitthvað í þessum riðli, en fyrst þurfum við að standa okkur gegn Slóvenum á föstudaginn.“

„Ég er bara í toppstandi og eins og er finn ég ekki fyrir neinum meiðslum, lífið er bara yndislegt.“

Hægt  er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×