Fótbolti

Van Persie: Takk Sir Alex

Boði Logason skrifar
Ferguson og Van Persie þegar sá síðarnefndi skrifaði undir samning við Manchester United á síðasta ári.
Ferguson og Van Persie þegar sá síðarnefndi skrifaði undir samning við Manchester United á síðasta ári.
Framherjinn Robin van Persie þakkar Sir Alex Ferguson fyrir að hafa fengið sig til Manchester United fyrir tímabilið en stjórinn ætlar að hætta með liðið eftir 26 ár við stjórnvölin. Hollendingurinn hefur blómstrað hjá United það sem af er tímabili. Hann hefur spilað 36 leiki og skorað í þeim 25 mörk.

„Ég er mjög leiður yfir því að framkvæmdastjórinn er að hætta en á sama tíma er ég ánægður með að hafa fengið tækifæri til að spila undir hans stjórn. Það er mikill heiður,“ sagði Van Persie á Facebook-síðu sinni í dag.

„Hann er frábær stjóri en fyrst og fremst er hann frábær náungi. Ég vil þakka honum fyrir ótrúlegt ár og fyrir að láta draum minn rætast - að vinna deildina. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta.“

Manchester United á eftir að spila tvo leiki áður en tímabilið er á enda. Á sunnudaginn spila þeir á móti Swansea og viku síðar gegn West Bromwich Albion.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×